Fara í efni

Beiðni um hækkun á fastastyrk til List í Ljósi

Málsnúmer 202411020

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 134. fundur - 19.11.2024

Fyrir liggur erindi frá Sesselju Hlín Jónasardóttur þar sem óskað er eftir því að fastur styrkur Múlaþings vegna hártíðarinnar List í ljósi verði hækkaður í þrjár milljónir fyrir árið 2025.

Í vínnslu.

Byggðaráð Múlaþings - 135. fundur - 26.11.2024

Fyrir liggur erindi frá Sesselju Hlín Jónasardóttur þar sem óskað er eftir því að fastur styrkur Málaþings vegna hártíðarinnar List í ljósi verði hækkaður fyrir árið 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að styrkgreiðsla vegna hátíðarinnar List í ljósi fyrir árið 2025 verði í samræmi við gildandi samning, sem gengið var frá í upphafi þessa árs. Eins og fram kemur í núgildandi samningi skulu samningsaðilar ákveða fyrir 10. apríl 2025 hvort endurnýja skuli saminginn og er atvinnu- og menningarmálastjóra falið að fara í þá vinnu fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?