Fara í efni

Kostnaður sveitarfélaga vegna ofanflóðavarna

Málsnúmer 202404144

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 133. fundur - 18.11.2024

Fjármálastjóri situr fundinn undir þessum lið og fylgir eftir minnisblaði er varðar lántökur sveitarfélagsins hjá Ofanflóðasjóði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að endurskoða fjárfestingaráætlun í samræmi við umræður á fundi sveitarstjórnar 13. nóvember og fyrirliggjandi minnisblað.
Jafnframt beinir ráðið því til byggðaráðs að eiga samtal við Samband íslenskra sveitarfélaga um fjárskuldbindingu sveitarfélaga í ofanflóðaverkefnum.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Guðlaugur Sæbjörnsson - mæting: 08:30

Byggðaráð Múlaþings - 135. fundur - 26.11.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 18.11.2024, varðandi kostnað sveitarfélaga vegna ofanflóðavarna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að eiga samtal við Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi fjárskuldbindingar sveitarfélaga í ofanflóðaverkefnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?