Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

134. fundur 19. nóvember 2024 kl. 08:35 - 10:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fjárhagsáætlun 2025, ásamt þriggja ára áætlun, sem vísað hefur verið til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Í vinnslu.

3.Umsókn um stofnframlag

Málsnúmer 202407006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að umsókn Múlaþings um stofnframlag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar Brákar íbúðafélags á þremur íbúðum í Markarlandi á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sótt verði um stofnframlag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar í Markarlandi á Djúpavogi í samræmi við fyrirliggjandi drög að umsókn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Egilsstaðastofa, tillaga að breyttu fyrirkomulagi

Málsnúmer 202411095Vakta málsnúmer

Tillaga að breyttu fyrirkomulagi varðandi rekstur Egilsstaðastofu á Egilsstöðum.
Inn á fundinn undir þessum lið tengdist Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri, og fór yfir tillögu að breyttu fyrirkomulagi varðandi rekstur Egilsstaðastofu á Egilsstöðum.

Í vinnslu.

5.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401108Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 09.10.2024, og stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 07.11.2024, ásamt stefnumörkun og starfsáætlun 2024-2026.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 04.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202409070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 09.10.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum , dags. 13.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerðir stjórnar HEF veitna ehf., dags. 23.10. og 12.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

10.Aðalfundur HAUST 2024

Málsnúmer 202410104Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð aðalfundar HAUST, dags. 06.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

11.Beiðni um hækkun á fastastyrk til List í Ljósi

Málsnúmer 202411020Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sesselju Hlín Jónasardóttur þar sem óskað er eftir því að fastur styrkur Múlaþings vegna hártíðarinnar List í ljósi verði hækkaður í þrjár milljónir fyrir árið 2025.

Í vínnslu.

12.Erindi vegna Faktorshúss á Djúpavogi

Málsnúmer 202409048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Elís Pétri Elíssyni fyrir hönd Goðaborgar ehf. um áframhaldandi uppbyggingu á Faktorshúsinu á Djúpavogi og eignarhald á því auk bókunar frá fundi heimastjórnar Djúpavogs, dags. 07.11.2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að verða við ósk heimastjórnar Djúpavogs um að skoðað verði hvort fýsilegt sé að gera langtímaleigusamning við núverandi leigutaka í Faktorshúsinu og tryggja þannig áframhaldandi uppbyggingu og starfsemi í þessu fallega og sögufræga húsi. Sveitarstjóra falið að fara í viðræður við leigutaka varðandi málið og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu er niðurstöður úr þeirri vinnu liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?