Fara í efni

Samráðsgátt. Drög að flokkun fimm virkjunarkosta

Málsnúmer 202406064

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 120. fundur - 18.06.2024

Fyrir liggja drög að tillögum verkefnisstjórnar varðandi flokkun virkjunarkostanna Bolaalda, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Skúfnavatnavirkjun og Hamarsvirkjun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri fyrir hönd sveitarfélagsins:
Hamarsvirkjun mun hafa mjög jákvæð áhrif á orkuöryggi og bæta aðgengi að orku á Austurlandi auk þess að fyrirsjáanlegt er að um jákvæð árhrif verður að ræða á atvinnulíf á svæðinu á framkvæmdatíma sem og til framtíðar.
Einnig mun Hamarsvirkjun hafa þau áhrif að aðgengi að hálendi verður bætt sem mun bæði nýtast sauðfjárbændum, ferðaþjónustu, hreindýraveiðum og til útivistar.
Varðandi möguleg neikvæð áhrif á samheldni í samfélaginu, samanber mat faghóps 3 á samfélagslegum áhrifum, er það ekki sú tilfinning sem fulltrúar í byggðaráði Múlaþings hafa fengið eftir samskipti við framkvæmdaaðila og íbúa í nærsamfélagi virkjunarinnar.
Byggðaráð Múlaþings leggst gegn því að Hamarsvirkjun verði flokkuð í verndarflokk.

Samþykkt með 3 atkvæðum, einn sat hjá (HÞ) og einn á móti (ÁMS).

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúi V-lista er ósammála ofangreindri tillögu þar sem lagst er gegn því að Hamarsvirkjun sé sett í verndarflokk, þvert á móti er það fagnaðarefni. Svæðið sem virkjunin kæmi annars til með að raska eru síðustu lítt snortnu víðerni Austurlands.
Getum við bætt efni þessarar síðu?