Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

126. fundur 27. ágúst 2024 kl. 08:30 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 121. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi vinnu við gerð aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 þar sem því er beint til byggðaráðs að hraðað verði vinnu við gerð atvinnustefnu Múlaþings eins og kostur er svo stefnan geti nýst við stefnumótun aðalskipulags. Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, og Dagmar Ýr Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar og SSA.

Í vinnslu

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir og Dagmar Ýr Stefánsdóttir - mæting: 09:15

3.HEF veitur, staða verkefna

Málsnúmer 202211274Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur.

Áfram í vinnslu

4.Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár

Málsnúmer 202407097Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 49. fundi heimastjórnar Fljótsdalshéraðs varðandi leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um meðferð ágangsfjár.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að farið verði í vinnu á drögum að reglum um meðferð ágangsfjár í sveitarfélaginu.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 11:00

5.Erindi vegna skipunar stýrihóps á vegum Umhverfis-, orku-, og loftlagsráðuneytis um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 202407109Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands varðandi skipun stýrihóps á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins til að undirbúa áformaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits. Inn á fundinn tengdist undir þessum lið Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að hverjar sem breytingar verða á sviði heilbrigðiseftirlits, þá verði áfram tryggð nærþjónusta sem verið hefur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Lára Guðmundsdóttir - mæting: 08:35

6.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 19.08.2024.

Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2024

Málsnúmer 202402167Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 21.08.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Beiðni um viðbótarframlag

Málsnúmer 202408061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi frá aðildarsveitarfélögunum vegna viðbótarrekstrarkostnaðar á árinu sem ekki var gert ráð fyrir og hins vegar vegna uppsafnaðs hallarekstrar.

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?