Fara í efni

HEF veitur, staða verkefna

Málsnúmer 202211274

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 71. fundur - 05.12.2022

Framkvæmdastjóri og formaður stjórnar HEF veitna komu inn á fund umhverfis- og framkvæmdaráðs og kynntu stöðu yfirstandandi verkefna, fyrirhugaðra framkvæmda og fjárfestingaráætlun.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Ágústa Björnsdóttir - mæting: 10:30
  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 10:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 101. fundur - 27.11.2023

Framkvæmdastjóri HEF veitna kynnir stöðu verkefna og fer yfir 3-5 ára fjárfestingaráætlun fyrirtækisins.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 10:15

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 111. fundur - 18.03.2024

Framkvæmdastjóri HEF veitna fjallar um verkferla HEF í umsjón og viðhaldi veitumannvirkja og til hvaða ráða verði gripið til að minnka líkur á að ástand eins og það sem kom upp á Seyðisfirði nýlega komi upp aftur, þar eða annarsstaðar í sveitarfélaginu. Jafnframt verður farið yfir þá verkferla sem eru til staðar þegar íbúar tilkynna um bilanir í lögnum í eða við lóðir.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri - mæting: 09:30

Byggðaráð Múlaþings - 123. fundur - 09.07.2024

Til umfjöllunar er mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að boða fulltrúa HEF veitna til samtals um gerð eigendastefnu á fund byggðaráðs 20.ágúst nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Byggðaráð Múlaþings - 125. fundur - 20.08.2024

Til umfjöllunar er mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur. Inn á fundinn undir þessum lið kom Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF veitna.

Í vinnslu.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 08:50

Byggðaráð Múlaþings - 126. fundur - 27.08.2024

Til umfjöllunar er mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur.

Áfram í vinnslu

Byggðaráð Múlaþings - 127. fundur - 03.09.2024

Til umfjöllunar er mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skipa eftirtalda aðila sem fulltrúa í starfshóp um mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur:
Fulltrúi meirihluta: Jónína Brynjólfsdóttir
Fulltrúi minnihluta: Helgi Hlynur Ásgrímsson
Fulltrúi HEF veitna: Ágústa Björnsdóttir
Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF veitna, og Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, munu starfa með hópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?