Fara í efni

Erindi vegna skipunar stýrihóps á vegum Umhverfis-, orku-, og loftlagsráðuneytis um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 202407109

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 125. fundur - 20.08.2024

Fyrir liggur erindi frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands varðandi skipun stýrihóps á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins til að undirbúa áformaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands komi til fundar með byggðaráði þar sem farið verði yfir málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 126. fundur - 27.08.2024

Fyrir liggur erindi frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands varðandi skipun stýrihóps á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins til að undirbúa áformaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits. Inn á fundinn tengdist undir þessum lið Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings leggur áherslu á að hverjar sem breytingar verða á sviði heilbrigðiseftirlits, þá verði áfram tryggð nærþjónusta sem verið hefur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Lára Guðmundsdóttir - mæting: 08:35
Getum við bætt efni þessarar síðu?