Fara í efni

Starfamessa Austurlands

Málsnúmer 202404073

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi kynnti fyrirhugaða Starfamessu Austurlands sem haldin verður 19. sept. haustið 2024.

Lagt fram til kynningar.

Ungmennaráð Múlaþings - 31. fundur - 10.05.2024

Starfamessa Austurlands lögð fram til kynningar. Rætt hvernig nýta megi daginn þegar dagskrá lýkur.

Byggðaráð Múlaþings - 117. fundur - 21.05.2024

Við upphaf þessara liðar vakti Þröstur Jónsson á mögulegu vanhæfi sínu. Formaður bar upp vanhæfistillöguna og var hún felld samhljóða.


Fyrir liggur kynning á Starfamessu Austurlands sem verður haldin 19. september 2024 í Íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Markmiðið er m.a. að kynna störf og starfsgreinar í heimabyggð fyrir ungu fólki á skólatíma.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 119. fundur - 03.12.2024

Lokaskýrsla vegna Starfamessu Austurlands sem haldin var 19. september sl. á Egilsstöðum, liggur fyrir til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar öllum sem komu að skipulagi Starfamessunnar sem og öllum sem tóku þátt í að kynna starfsemi fyrirtækjanna á svæðinu. Jafnframt vonar ráðið að Starfamessan sé komin til að vera.
Getum við bætt efni þessarar síðu?