Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðaflugvöllur, aðflugsljós

Málsnúmer 202503075

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 146. fundur - 31.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Í upphafi máls vakti ÞB athygli á mögulegu vanhæfi sínu sem starfsmaður Isavia Innanlandsflugvalla ehf. Tillagan var borin upp til atkvæða og felld með 7 atkvæðum.

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar frá Isavia Innanlandsflugvellir ehf. Með breytingunni verður gert ráð fyrir nýjum aðflugsljósum, ásamt nauðsynlegum öryggis- og tækjabúnaði, norðan við nyrðri enda flugbrautarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 09:00

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs - 57. fundur - 08.04.2025

Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar frá Isavia Innanlandsflugvellir ehf. Með breytingunni verður gert ráð fyrir nýjum aðflugsljósum, ásamt nauðsynlegum öryggis- og tækjabúnaði, norðan við nyrðri enda flugbrautarinnar.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 31.3.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Eftirfarandi bókun gerð:
Heimastjórn Fljótdalshéraðs samþykktir að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd