Fyrir liggur tillaga að breytingu á deiliskipulagi Egilsstaðaflugvallar frá Isavia Innanlandsflugvellir ehf. Með breytingunni verður gert ráð fyrir nýjum aðflugsljósum, ásamt nauðsynlegum öryggis- og tækjabúnaði, norðan við nyrðri enda flugbrautarinnar.
Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 31.3.2025 var eftirfarandi bókað:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi skipulagstillaga verði kynnt í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.