Fara í efni

Ungmennalandsmót UMFÍ 2025

Málsnúmer 202309202

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 96. fundur - 03.10.2023

Fyrir liggur ósk frá UÍA um samstarf til að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2025 á Egilsstöðum og nágrenni dagana 31. júlí til 3. ágúst 2025

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Múlaþing verði í samstarfi við UÍA um umsókn vegna Unglingalandsmóts 2025 og vísar málinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 40. fundur - 18.10.2023

Fyrir liggur bókun frá fundi byggðaráðs frá 03.10.2023 varðandi Unglingalandsmót UMFÍ 2025.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir afgreiðslu byggðaráðs Múlaþings varðandi það að sveitarfélagið verði í samstarfi við UÍA um umsókn um að Unglingalandsmót 2025 verði haldið á Egilsstöðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 110. fundur - 27.08.2024

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Egilsstöðum 1.- 3. ágúst 2025. Fjölskylduráði er kynnt fyrirkomulag og umfang mótsins.

Lagt fram til kynningar

Ungmennaráð Múlaþings - 36. fundur - 23.01.2025

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum árið 2025. Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri kynnir fyrirhugað landsmót.

Fjölskylduráð Múlaþings - 126. fundur - 25.02.2025

Fyrir fundinum liggja, til kynningar, fyrstu fjórar fundargerðir framkvæmdanefndar Unglingalandsmóts UMFÍ 2025.

Ungmennaráð Múlaþings - 37. fundur - 05.03.2025

Óskað er eftir fulltrúa úr ungmennaráði til að sitja fundi framkævmdaráðs Unglingalandsmótsins.
Ágúst Bragi Daðason bauð sig fram sem var samþykkt af öllum fulltrúum sem sátu fundinn.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 146. fundur - 31.03.2025

Fyrir liggur samantekt á framkvæmdum sveitarfélagsins í tengslum við Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer um verslunarmannahelgina á Egilsstöðum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 130. fundur - 22.04.2025

Fyrir liggja 5.-8. fundargerðir framkvæmdaráðs unglingalandsmóts UMFÍ.
Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd