Fara í efni

Deiliskipulagsbreyting, Grund við Stuðlagil, breytt lóðamörk

Málsnúmer 202503209

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 146. fundur - 31.03.2025

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur tillaga, dags. 25.03.2025, að breytingu á breytingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu í landi Grundar á Jökuldal. Tillagan er unnin af LOGG ehf. fyrir hönd Hótel Stuðlagil hef.
Deiliskipulagsbreytingin felur í sér stækkun viðskipta- og þjónustulóðar um 2,7 ha. en kallar hún einnig á breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að láta vinna óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, í samræmi við fyrirliggjandi áform og á kostnað málsaðila.

Málið verður tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 08:30
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd