Fara í efni

Ný Lagarfljótsbrú

Málsnúmer 202110106

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 37. fundur - 03.11.2021

Sveinn Sveinsson frá Vegagerðinni kynnti valkosti sem áður hafa verið skoðaðir varðandi nýja staðsetningu Lagarfljótsbrúar. Í máli hans kom fram að tímabært væri að taka upp að nýju viðræður um staðsetningu nýrrar brúar sem samkvæmt gildandi samgönguáætlun er á dagskrá á árabilinu 2030-2034.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að viðræður hefjist við Vegagerðina um staðsetningu nýrrar Lagarfljótsbrúar og að þær viðræður fari fram í samhengi við skipulagsgerð í tengslum við Fjarðarheiðargöng og nýtt aðalskipulag Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Gestir

  • Sveinn Sveinsson, Vegagerðin

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 116. fundur - 06.05.2024

Að beiðni fulltrúa í ráðinu (BVW) er tekin til umræðu staðsetning og lega nýrrar Lagarfljótsbrúar.

Fulltrúi M-listans (BVW) leggur fram eftirfarandi tillögu:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að nú þegar verði hafin vinna við að staðsetja nýja Lagarfljótsbrú samkvæmt meðfylgjandi tillöguuppdrætti (fylgiskjal 1) og jafnframt að aðlaga þjóðveg eitt að breyttu skipulagi.

Felld með 5 atkvæðum, 1 (ÁHB) situr hjá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að óska eftir samtali við Vegagerðina um leiðarval vegna nýrrar Lagarfljótsbrúar um leið og ný samgönguáætlun verður samþykkt.

Samþykkt samhljóða.

Fulltrúi M-listans (BVW) leggur fram eftirfarandi bókun:
Vegur yfir Lagarfljót er löngu komin á það stig að þurfa í gagngera uppfærslu. Það er undangengnum sveitastjórnum til háborinnar skammar að hafa ekki fyrir löngu lagt fram endanlega útfærslu á þessari mikilvægu tengingu norður í land. Enn draga sveitastjórnarmenn lappirnar. Þessi afgreiðsla er í takt við yfirþyrmandi skammsýni meirihlutans, þar sem einskis nýtur braggi fær meiri athygli en að samgöngur séu íbúum og atvinnulífi til gagns.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 125. fundur - 02.09.2024

Fyrir liggur minnisblað starfsmanna í tengslum við nýja brú yfir Lagarfljót.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma minnisblaðinu á framfæri við Vegagerðina.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?