Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

57. fundur 21. júní 2022 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Ólafur Áki Ragnarsson varaformaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir varamaður
  • Sveinn Jónsson varamaður
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
  • Sigurður Jónsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir ritari á umhverfis- og framkvæmdarsviði

1.Skýrsla framkvæmda- og umhverfismálastjóra

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri kynnir fyrirhugaðar framkvæmdir sumarsins.

Lagt fram til kynningar.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2023 - 2026

Málsnúmer 202204221Vakta málsnúmer

Rammaáætlun fjárhagsáætlunar Múlaþings 2023-2026 lögð fram til kynningar.

3.Vindorka í Múlaþingi

Málsnúmer 202111136Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja drög að niðurstöðu verkefnis um greiningu vindorkukosta í Múlaþingi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum til umfjöllunar og umsagna hjá heimastjórnum Múlaþings. Málið verður tekið fyrir að nýju hjá ráðinu þegar umsagnir liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V-lista) lagði fram eftirfarandi bókun:
Að beiðni Múlaþings hefur Efla gert greiningu á vindorkukostum í Múlaþingi. Í niðurstöðum Eflu teljum við ekkert koma fram sem á þessu stigi réttlæti neins konar vinnu sem miðar að undirbúningi vindorkuvera á tilteknum svæðum í sveitarfélaginu. Því er sérstakt áhyggjuefni að sveitarstjórn heimilaði, á fundi sínum 10.11.2021, breytingu á aðalskipulagi í þeim tilgangi að greiða götu Orkusölunnar sem áformar að reisa tilraunamöstur við Lagarfossvirkjun. Það er nærri miðju Fljótsdalshéraðs, blómlegu landbúnaðarsvæði og vettvangi vaxandi ferðamennsku og útivistar. Því lýsum við, fulltrúar VG, algjörri andstöðu við þau áform og öll önnur áform um vindorkuver á tilteknum svæðum í Múlaþingi, á meðan íbúum hefur ekki verið gefinn kostur á að tjá sig og ekki liggur fyrir samþykkt heildarmat á því hvar vindorkuverum megi mögulega koma fyrir í sveitarfélaginu. Með því tökum við undir með fulltrúa VG á fundi ráðsins 03.11. 2021 og með fulltrúa VG á fundi sveitarstjórnar 10.11.2021.

4.Aðalskipulagsbreyting, Fljótsdalshérað, Fjarðarheiðargöng

Málsnúmer 202010422Vakta málsnúmer

Vinnslutillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Fjarðarheiðargöng, dagsett 15. júní 2022, lögð fram til kynningar.
Skipulagsfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.


Sveinn Jónsson (M-lista) lagði fram eftirfarandi bókun:
Við lýsum furðu okkar á framkominni tillögu ALTA að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs m.t. Fjarðarheiðaganga og „stofnvegur að vegtenging við Egilsstaði“. Tillagan byggir á illa ígrunduðum niðurstöðum Umhverfismatsskýrslu Fjarðarheiðaganga frá í apríl 2022 og vali vegagerðarinnar um leiðir frá gangnamunna Héraðsmegin. Niðurstaðan er röng og byggir um margt á rangri framsetningu og rangtúlkun á rannsóknum að baki skýrslunnar. Vinnsla ALTA að aðalskipulagstillögunni er því ótímabær og óþörf sóun á takmörkuðum fjármunum sveitarfélagsins.

5.Aðalskipulagsbreyting, Djúpivogur, vegtenging, íbúða- og atvinnusvæði og veitur

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur vinnslutillaga, dagsett 16. júní 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps vegna breytinga á íbúða og atvinnusvæðum og veitum á Djúpavogi.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi vinnslutillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Aðalskipulagsbreyting, Námur vegna Axarvegar

Málsnúmer 202203263Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur skipulagslýsing, dagsett 16. júní 2022, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna náma við nýjan Axarveg.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fyrirliggjandi skipulagslýsing verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Leikskóli á suðursvæði

Málsnúmer 202205383Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna tilfærslu á staðsetningu leikskóla á suðursvæði Egilsstaða.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á suðursvæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Deiliskipulagsbreyting, Egilsstaðir, Leikskóli á suðursvæði

Málsnúmer 202205384Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að fjalla um breytingu á deiliskipulagi suðursvæðis á Egilsstöðum þar sem fyrirhugað er að gera ráð fyrir nýrri staðsetningu leikskóla í hverfinu.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að unnin verði breyting á deiliskipulagi á Suðursvæði Egilsstaða til að rúma fyrirhuguð áform um uppbyggingu leikskóla á Suðursvæði. Jafnframt verður horft til þess að auka fjölbreytni lóðagerða á svæðinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Deiliskipulagsbreyting, Selbrún, Fellabær

Málsnúmer 202111233Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga vegna breytinga á deiliskipulagi við Selbrún í Fellabæ. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til tillögunnar og kynningu hennar. Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við heimastjórn Fljótsdalshéraðs að fyrirliggjandi tillaga verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Breyting á lóð, Borgarland 14

Málsnúmer 202206116Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stækkun lóðar við Borgarland 14 á Djúpavogi til þess að gera megi ráð fyrir viðbyggingu við núverandi íbúðarhús. Samkvæmt gildandi skipulagi er stærð lóðarinnar 945 m2 en óskað er eftir að hún verði 1125 m2 og mun byggingarreitur stækka til samræmis við fyrirhuguð áform.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi þar sem lóðin verður stækkuð í samræmi við beiðni lóðarhafa. Jafnframt samþykkir ráðið, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að fallið verði frá grenndarkynningu breytinganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Umsókn um framkvæmdaleyfi, efnistaka, Eyvindarárdalur, Kirkjubær og Hellisheiði

Málsnúmer 202205318Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi frá Vegagerðinni venga efnistöku úr þremur námum til vegagerðar. Umsögn Náttúrufræðistofnunar liggur fyrir en einnig var óskað eftir umsögnum frá Fiskistofu og Minjastofnun Íslands. Frestur rann út 10. júní sl.
Jafnframt er lagt fram erindi frá ábúendum á Kirkjubæ í Hróarstungu þar sem farið er fram á að efnistöku stað í landi þeirra verði lokað vegna neikvæðra áhrifa á ræktunarland.

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í námum í Eyvindarárdal og við Hellisheiði með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Minjastofnunar Íslands og Fiskistofu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Kirkjubæjar með þeim fyrirvara að Vegagerðin hafi fullt samráð við landeigendur Kirkjubæjar og bæti það landbúnaðarland sem raskast, sé þess enginn kostur að draga úr neikvæðum áhrifum vinnslunnar. Að efnistöku lokinni verður gengið frá námunni og henni lokað. Ekki verður gert ráð fyrir námunni í nýju aðalskipulagi Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Umsókn um framkvæmdaleyfi, strenglögn frá Teigarhorni að Djúpavogi

Málsnúmer 202206061Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna plægingu jarðstrengs um 4,2 km leið frá Teigarhorni út á Djúpavog. Strenglögnin fer um fólkvang, svæði sem tilheyrir náttúruminjaskrá og er náttúruvætti. Búið er að kynna framkvæmdina fyrir landeigendum og munnlegt samþykki allra liggur fyrir.
Umsögn Minjastofnunar Íslands og jákvætt svar Vegagerðarinnar liggja fyrir auk þess sem Umhverfisstofnun hefur veitt leyfi fyrir framkvæmdum í fólkvanginum að Teigarhorni.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Umsókn um framkvæmdaleyfi, Skógrækt, Hvanná 1

Málsnúmer 202205025Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 82,4 ha svæði í landi Hvannár 1 (L156914) á Jökuldal. Fyrirhuguð áform eru í samræmi við stefnu Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem framkvæmdasvæðið er skilgreint sem landbúnaðarsvæði. Ekkert deiliskipulag er í gildi af svæðinu og en samþykki landeiganda aðliggjandi jarðar, Hauksstaða 2 (L156906), liggur fyrir. Hluti fyrirhugaðs ræktunarsvæðis er innan svæðis nr. 642 á náttúruminjaskrá; Gilja- og Hauksstaðahólar.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi með fyrirvara um jákvæðar umsagnir Minjastofnunar Íslands, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Fiskistofu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Umsókn um landskipti, Stakkahlíð 2

Málsnúmer 202206111Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stofnun lóðar úr landi Stakkahlíðar (L157412) sem fái heitið Stakkahlíð 2.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Umsókn um landskipti, fimm vegsvæði í Hjaltastaðaþingá

Málsnúmer 202206112Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um stofnun fimm landspilda undir vegsvæði. Um er að ræða spildur í Hjaltastaðaþinghá úr landi Eiða (L158058), Bóndastaða (L157178), Ártúns (L157176), Ketilstaða (157201) og Laufáss (L157208).
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Innsent erindi, Hamragerði 7, Úrbætur á drenlögnum

Málsnúmer 202205354Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur erindi, dagsett 18. maí 2022, frá húsfélaginu Hamragerði 7 á Egilsstöðum. Óskað er eftir því að sveitarfélagið geri úrbætur á drenlögnum austan og sunnan við húsnæði á lóðinni til að varna því að vatn flæði í kjallara hússins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs - Veiðar austursvæði

Málsnúmer 202205114Vakta málsnúmer

Breytingartillaga fyrir stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs vegna veiða á austursvæði lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?