Fara í efni

Umsókn um framkvæmdaleyfi, strenglögn frá Teigarhorni að Djúpavogi

Málsnúmer 202206061

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 57. fundur - 21.06.2022

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um framkvæmdaleyfi vegna plægingu jarðstrengs um 4,2 km leið frá Teigarhorni út á Djúpavog. Strenglögnin fer um fólkvang, svæði sem tilheyrir náttúruminjaskrá og er náttúruvætti. Búið er að kynna framkvæmdina fyrir landeigendum og munnlegt samþykki allra liggur fyrir.
Umsögn Minjastofnunar Íslands og jákvætt svar Vegagerðarinnar liggja fyrir auk þess sem Umhverfisstofnun hefur veitt leyfi fyrir framkvæmdum í fólkvanginum að Teigarhorni.
Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?