Fara í efni

Kaupvangur 11, Bragginn

Málsnúmer 202211111

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 69. fundur - 29.11.2022

Inn á fundinn undir þessum lið tengdust Hlynur Jónsson, Þura Garðarsdóttir og gerðu grein fyrir hugmyndum sínum varðandi framtíðarstarfsemi í Bragganum við hliðina á Sláturhúsinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings þakkar þeim Hlyni Jónssyni og Þuru Garðarsdóttur greinargóða kynningu á hugmyndum varðandi framtíðarstarfsemi í Bragganum. Málið verður tekið til áframhaldandi umfjöllunar er frekari gögn liggja fyrir.

Samykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Hlynur Jónsson og Þura Garðarsdóttir - mæting: 11:00

Byggðaráð Múlaþings - 84. fundur - 16.05.2023

Fyrir liggur erindi þar sem lýst er áhuga á kaupum á bragganum við Sláturhúsið sem yrði nýttur undir verslun og veitingaþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að láta afla frekari gagna varðandi málið og verður það tekið til frekari umfjöllunar ásamt öðrum hugmyndum, er fram hafa komið, er öll gögn liggja fyrir.

Samþykkt án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 87. fundur - 20.06.2023

Fyrir liggur erindi frá eigendum Elma Studio ehf. varðandi mögulega framtíðarstarfsemi í Bragganum að Kaupvangi 11 á Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að mynda starfshóp sem hafi það verkefni að meta þá valkosti er komið hafa fram varðandi framtíðarstarfsemi í Bragganum og leggi tillögur fyrir byggðaráð. Starfshópurinn verði skipaður einum fulltrúa úr byggðaráði, einum fulltrúa úr umhverfis-og framkvæmdarráði, starfsmanni af atvinnu- og menningarsviði, starfsmanni af eignasviði og skrifstofustjóra Múlaþings sem mun kalla saman hópinn. Starfshópurinn skili af sér niðurstöðum til byggðaráðs í síðasta lagi í lok ágúst 2023. Tillaga að erindisbréfi starfshóps verði lagt fyrir til afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 88. fundur - 26.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur að skipa fulltrúa í starfshóp byggðaráðs um framtíðarstarfsemi í Bragganum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa Jónínu Brynjólfsdóttur í starfshópinn fyrir hönd ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 88. fundur - 27.06.2023

Fyrir liggja til afgreiðslu drög að erindisbréfi fyrir starfshóp er meta skal valkosti varðandi framtíðarstarfsemi í Bragganum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi drög að erindisbréfi fyrir starfshóp er meta skal framtíðarstarfsemi í Bragganum. Jafnframt samþykkir byggðaráð að Ívar Karl Hafliðason taki sæti í starfshópnum sem fulltrúi byggðaráðs. Skrifstofustjóra falið að virkja starfshópinn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Byggðaráð Múlaþings - 94. fundur - 19.09.2023

Fyrir liggur fundargerð starfshóps um Braggann, Kaupvangi 11, dags. 24.08.2023.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð Múlaþings - 97. fundur - 17.10.2023

Fyrir liggur niðurstaða starfshóps um framtíðarstarfsemi braggans, Kaupvangi 11, Egilsstöðum, sem samþykkt var á fundi starfshópsins 6. október 2023.

Í vinnslu.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Forðumst ákvarðanafælni. Bragginn er handónýtt hús sem í upphafi var reyst til bráðabyrgða um miðja síðustu öld. Er ekki nóg komið af kostnaðarhýtum við að gera upp vonlaust rusl? Ruslahauga ber að fjarlægja, Bragginn er ruslahaugur, rífum hann og fjarlægjum.

Byggðaráð Múlaþings - 100. fundur - 21.11.2023

Fyrir liggur niðurstaða starfshóps um framtíðarstarfsemi braggans, Kaupvangi 11, Egilsstöðum, sem samþykkt var á fundi starfshópsins 6. október 2023. Einnig liggur fyrir minnisblað og kostnaðaráætlanir varðandi breytingar og niðurrif á bragganum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að farið verði að tillögu meirihluta starfshóps um framtíð braggans, Kaupvangi 11, Egilsstöðum, að því gefnu að mögulegt verði að raungera tillögur 2 eða 3 innan ásættanlegra tímmarka og felur eignasviði framkvæmd verksins í samráði við forstöðumann Sláturhússins.

Samþykkt með 3 atkvæðum, einn sat hjá (ÁMS) einn á móti (ÍKH)

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Forðumst ákvarðanafælni. Bragginn er handónýtt hús sem í upphafi var reyst til bráðabyrgða um miðja síðustu öld. Er ekki nóg komið af kostnaðarhýtum við að gera upp vonlaust rusl? Ruslahauga ber að fjarlægja, Bragginn er ruslahaugur, rífum hann og fjarlægjum.

Ívar Karl Hafliðason lagði fram eftirfarandi bókun:
Sé horft til tíu ára framkvæmdaráætlun Múlaþings og viðhaldsþörf annars húsnæðis í eigu Múlaþings er ljóst að ekki er forsvaranlegt að setja peninga í uppbyggingu/viðgerðir á braggnum.
Tel best að fara þessa leið að rífa hann enda ástand hans orðið mjög dapurt og nánast hættulegt. Það er síðan hægt að vinna áfram í því að finna framtíðarnýtingu á lóðinni sem bragginn stendur á.

Getum við bætt efni þessarar síðu?