Fara í efni

Útboð á skólaakstri í grunnskólum

Málsnúmer 202303029

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 65. fundur - 07.03.2023

Fyrirliggur að samningar við alla skólabílstjóra Múlaþings renna út á vormánuðum 2023.
Fjölskylduráð felur fræðslustjóra undirbúa útboð og leita til fagaðila við undirbúning og framkvæmd þess.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir fyrirkomulag fyrirhugaðs útboðs á almenningssamgöngum en núverandi samningur rennur út í lok sumars.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að útboð vegna almenningssamgangna í Múlaþingi verði boðið út með skólaakstri grunnskóla. Ráðið felur verkefnastjóra umhverfismála að fylgja málinu eftir og vinna það með fræðslustjóra Múlaþings.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 11:40

Fjölskylduráð Múlaþings - 67. fundur - 04.04.2023

Fyrir fundinn liggja drög að útboðs- og verklýsing fyrir almenningssamgöngur og skólaakstur í Múlaþingi. Útboðið fer fram á Evrópska efnahagssvæðinu skv. útboðsreglum og verður það sett í útboðsferli um miðjan apríl nk.

Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 74. fundur - 06.06.2023

Fjölskylduráð samþykkir að gengið verið til samninga við lægstbjóðandi á einstökum akstursleiðum svo framarlega að öll skilyrði sem sett voru í útboðinu séu uppfyllt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 88. fundur - 26.06.2023

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggja niðurstöður vegna útboðs á almenningssamgöngum í þéttbýli á Egilsstöðum og í Fellabæ, og milli Egilsstaða og Brúaráss.
Verkefnastjóri umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við Sæti hópferðir í samræmi við fyrirliggjandi niðurstöðu útboðs.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 12:50
Getum við bætt efni þessarar síðu?