Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

128. fundur 17. september 2024 kl. 08:30 - 10:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Benedikt V. Warén varamaður
Starfsmenn
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Erindi vegna Faktorshúss á Djúpavogi

Málsnúmer 202409048Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Elís Pétri Elíssyni, fyrir hönd Goðaborgar ehf, dagsett 4. september 2024, um áframhaldandi uppbyggingu á Faktorshúsinu á Djúpavogi og eignarhald á því.
Á fundinn undir þessum lið mætti Rúnar Matthíasson, verkefnastjóri framkvæmda.

Í vinnslu.

3.120 ára afmæli Lagarfljótsbrúar

Málsnúmer 202409086Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Benedikt V. Waren þar sem lögð er fram tillaga um að skipaður verði starfshópur í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá því að Lagarfljót var brúað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að óska eftir að atvinnu-og menningarmálastjóri taki þetta mál til skoðunar og komi inn á næsta fund byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Við lok afgreiðslu þessa liðar kl.10:20 yfirgaf Ásrún Mjöll fundinn.

4.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202409070Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem fram fer þann 9. október nk. kl. 13:00-14:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að Jónína Brynjólfsdóttir og Björn Ingimarsson til vara, fari með atkvæði Múlaþings á fund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður dags 09. október 2024.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401108Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð frá fundi Samtaka orkusveitarfélaga sem fram fór 16. ágúst 2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur 341.fundagerð stjórnar HEF veitna, dagsett 10.11.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Ályktanir af Aðalfundi NAUST 2024

Málsnúmer 202409067Vakta málsnúmer

Fyrir liggja ályktanir aðalfundar Náttúruverndarsamtaka Austurlands sem var haldinn 7. september 2024.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?