Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

122. fundur 02. júlí 2024 kl. 08:30 - 10:35 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir varamaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Ráðið vísar fyrirliggjandi tillögu að umsókn um stofnframlög til matsnefndar sbr. 2. gr. reglna Múlaþings um stofnframlög sem gera skal tillögu til byggðaráðs um afgreiðslu slíkra umsókna.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Unaós, næstu skref eftir bruna á fjárhúsi og hlöðu

Málsnúmer 202311208Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 24.06.2024, þar sem afgreiðslu erindis frá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum er vísað til byggðaráðs. Inn á fundinn undir þessum lið kom Óðinn Gunnar Óðinsson, skrifstofustjóri Múlaþings, og gerði grein fyrir samskiptum við landeiganda og ábúendur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi svör við spurningum Framkvæmdasýslu-Ríkiseigna og leggur jafnframt áherslu á það sem fram hefur komið í fyrri afgreiðslum byggðaráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs um mikilvægi þess að landeigandi bregðist við með jákvæðum hætti við óskum um endurbætur og uppbyggingu á Unaósi, í framhaldi af bruna. Einnig er lögð áhersla á að farið verði í nauðsynlegt viðhald íbúðarhúsnæðis.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:35

3.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, fundargerðir 2024

Málsnúmer 202401202Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi, dags. 24.06.2024.

Lagt fram til kynningar.

4.Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 120

5.Fjölskylduráð Múlaþings - 108

Málsnúmer 2406011FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Ungmennaráð Múlaþings - 31

Málsnúmer 2405006FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Ungmennaráð Múlaþings - 32

Málsnúmer 2406002FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.

Getum við bætt efni þessarar síðu?