Fara í efni

Heimastjórn Seyðisfjarðar

47. fundur 06. júní 2024 kl. 13:00 - 17:20 á skrifstofu sveitarfélagsins, Seyðisfirði
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður
  • Margrét Guðjónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Í upphafi fundar bar formaður upp tillögu um að mál nr. 9 Hitaveita Seyðisfjarðar, yrði bætt við dagskrá fundarins. Enginn gerði athugasemd við tillöguna og skoðast hún samþykkt.

1.Framkvæmdir við Herðubreið, Seyðisfjörður

Málsnúmer 202106070Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur erindi dagsett 17. maí. 2024, frá ýmsum aðilum er vilja koma á framfæri áhyggjum sínum af fyrirhuguðum framkvæmdum á ytra byrði Herðurbreiðar. Undir þessum lið sat Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis- og framkvæmdastjóri.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar tekur undir með umhverfis- og framkvæmdaráði. Bent hefur verið á að á undanförnum árum hefur verið reynt að fá verktaka til þess að fara í múrviðgerðir á Herðubreið, en það hafi ekki gengið m.a. vegna mikils kostnaðar.

Heimastjórn telur ekki unnt að bíða lengur með viðgerðir á húsinu og styður því að húsið verði klætt með álklæðningu í samræmi við útboðslýsingu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 13:30

2.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Hugrún Hjálmarsdóttir umhverfis-og framkvæmdastjóri kom inn á fundinn og fór yfir stöðu mála og ástæðu þess að útboð á Gamla ríkinu var dregið til baka. Breytingar verða gerðar á útboðslýsingu verksins við Gamla ríkið sem snúa að útfærslu við flutningu hússins og það boðið út að nýju.

Lagt fram til kynningar, heimastjórn Seyðisfjarðar þakkar Hugrúnu fyrir greinagóð svör.

Gestir

  • Hugrún Hjálmarsdóttir - mæting: 13:45

3.Samfélagsverkefni heimastjórna 2024

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Ekki hefur tekist að finna leið til að skipta um undirlag á leikvelli bæjarins vegna mikils kostnaðar. Heimastjórn telur þó brýnt að skoða málið áfram og er verkefnið þegar á lista forgangsverkefna heimastjórnar. Til stendur að laga umhverfi hoppubelgs og undirlag aparólu í sumar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir að samfélagsverkefnið árið 2024 verði vatnspóstur við leikvöll bæjarins og að bætt verði við þriðja tækinu á hreystireitinn við gamla skóla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Rúnagarður

Málsnúmer 202403050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá umhverfis-og framkvæmdaráði, dags. 6. maí. 2024, þar sem heimastjórn er falið að fjalla um framtíðarnýtingu á svæði Búðareyrinnar og að taka afstöðu til beiðni um nýtingu á lóð við Hafnargötu 33.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar getur ekki fallist á að úthluta umræddri lóð til uppbyggingar nýrrar atvinnustarfsemi líkt og lýst er í verkefnalýsingu og flokka mætti sem afþreyingar- og ferðaþjónustustarfsemi. Heimastjórn telur að umrætt svæði ætti að nýtast sem útvistarsvæði.

Heimastjórn óskar hér með eftir því við umhverfis- og framkvæmdaráð að við gerð nýs Aðalskipulags Múlaþings verði framtíðarnýting svæðisins tekin til umræðu, á forsendu núverandi hættumats auk mats Veðurstofu Íslands á mögulegum vörnum ofan Búðareyrar og út fjörðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.


5.Ágangur búfjár á heimalöndum

Málsnúmer 202307027Vakta málsnúmer

Stefán Aspar Stefánsson, verkefnisstjóri umhverfismála, kom inn á fundinn og fjallaði um vinnu við verklagsreglur vegna ágangs búfjár í heimalöndum.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Stefán Aspar Stefánsson - mæting: 15:15

6.Fundir sveitarstjórnar, fagráða og heimastjórna júní til desember 2024

Málsnúmer 202405201Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að fundardagatali fyrir sveitarstjórn,fastanefndir, ráð og heimastjórnir frá ágúst til desember 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn Seyðisfjarðar samþykkir fyrirliggjandi fundardagatal með eftirfarandi breytingum:
Fundur heimastjórnar í október verði haldinn þann 8. í stað 10. október.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Hafnarreglugerð Múlaþings

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá umhverfis- og framkvæmdaráði dags. 27. maí. 2024 þar sem drögum að hafnarreglugerð Múlaþings er vísað til heimastjórnar Seyðisfjarðar til umsagnar.

Eftir farandi tillaga lögð fram:
Heimastjórn samþykkir fyrir sitt leyti drög að hafnarreglugerð Múlaþings.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ársskýrsla 2023, Náttúrufræðistofnun Íslands

Málsnúmer 202405210Vakta málsnúmer

Fyrir heimastjórn Seyðisfjarðar liggur til kynningar Ársskýrsla Náttúrufræðistofnunar Íslands 2023.

Lagt fram til kynningar.

9.Hitaveita á Seyðisfirði

Málsnúmer 202110137Vakta málsnúmer

Inn á fundinn undir þessum lið komu Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri, Védís Vaka Vignisdóttir verkefnastjóri, Ágústa Björnsdóttir stjórnarformaður og Hildur Þórisdóttir stjórnarmaður frá HEF veitum, og fóru yfir stöðu mála er varða kyndingakosti fyrir Seyðisfjörð sem kynntir verða á íbúafundi innan skamms.

Þökkum fulltrúum HEF veitna fyrir góða yfirferð.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson, Védís Vaka Vignisdóttir, Ágústa Björnsdóttir og Hildur Þórisdóttiru - mæting: 14:15

Fundi slitið - kl. 17:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?