Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

37. fundur 06. júlí 2023 kl. 15:00 - 18:20 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Alda Marín Kristinsdóttir aðalmaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Eyþór Stefánsson formaður heimastjórnar

1.Samráðsgátt. Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024 - 2038

Málsnúmer 202306099Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu drög að umsögn um tillögu til samgönguáætlunar 2024-2038 auk aðgerðaáætlunar 2024-2028 sem unnin var af sveitarstjóra, formönnum heimastjórna og starfsmönnum þeirra.

Heimastjórn á Borgarfirði tekur undir þær áherslur sem fram koma í drögunum og leggur mikla áherslu á að vetrarþjónusta verði bætt til Borgarfjarðar þannig að opnað verði alla daga vikunnar þegar þörf er á og að þjónusta hefjist fyrr á virkum dögum.

Heimastjórn Borgarfjarðar tekur jafnframt undir að leggja ætti aðaláherslu á að koma framkvæmdum við Axarveg framar í áætlunina og að tryggt verði að Fjarðarheiðargöng frestist ekki meir.

Formanni falið að koma áherslum heimastjórnar á framfæri í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

2.Erindisbréf nefnda

Málsnúmer 202206247Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs dags. 27. júní varðandi leiðir til að auka skilvirkni við afgreiðslur umsagna og leyfisveitinga sem eru á borði heimastjórna.

Heimastjórn á Borgarfirði gerir ekki athugasemdir við að fulltrúa sveitarstjóra verði veitt umboð til að veita umsagnir um rekstrarleyfi, sem og umsagnir er varða akstursíþróttir og aksturskeppnir. Fulltrúi sveitarstjóra getur vísað afgreiðslu umsagnar til heimastjórnar telji viðkomandi það æskilegt.

Samþykkt samhljóða.

3.Samfélagsverkefni heimastjórna

Málsnúmer 202302101Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála og tillögur varðandi uppsetningu rólu við Vinaminnisplan.

Lagt fram til kynningar.

4.Strandveiðar 2023

Málsnúmer 202302023Vakta málsnúmer

Álfheiður Eymarsdóttir fulltrúi strandveiðifélags Íslands kom á fund heimastjórnar undir þessum lið. Heimastjórn þakkar henni kærlega komuna.

Heimastjórn Borgarfjarðar skorar á matvælaráðherra að auka aflaheimildir til strandveiða á yfirstandandi vertíð. Nú stefnir í að veiðar verði stöðvaðar þegar tímabilið er rétt hálfnað og fiskur nýgenginn á C-svæði (Norðausturland).

Stöðvun veiðanna á miðju sumri hefur gríðarlega neikvæð áhrif á atvinnulíf á Borgarfirði þar sem fiskvinnsla og önnur umsýsla um fisk snýst að mestu um strandveiðiafla á þessum árstíma. Ítrekuð stöðvun strandveiða eykur líkur á að menn hugi að flutningi milli svæða sem mun kippa fótunum undan útgerð á Borgarfirði og annars staðar á C-svæði.

Meðan 48 dagar til veiða eru ekki tryggðir innan kerfisins verður að bregðast við í viðleitni til að bjarga smábátaútgerð á C ? svæði strandveiða t.d. með því að svæðisskipta kvótanum eða auka aflaheimildir.

Heimastjórn Borgarfjarðar vísar málinu til byggðaráðs Múlaþings og skorar á ráðið að gera áskorun heimastjórnar að sinni.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Álfheiður Eymarsdóttir - mæting: 16:30

5.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Upp er komið kerfi þar sem gestum Hafnarhólma gefst færi á að greiða frjáls framlög til styrktar svæðinu.

Markmiðið er að koma upp fleiri skiltum m.a. meðfram varnargarðinum sem liggur milli Hafnarhúss og Hólmans þar sem gestir geta á rafrænan hátt greitt framlag og fræðst um svæðið. Þar verði jafnframt máluð lína meðfram garðinum til að aðskilja umferð gangandi vegfarenda og hafnarstarfsemi.

Lagt fram til kynningar.

6.Hafnarreglugerð Múlaþings

Málsnúmer 202307014Vakta málsnúmer

Náttúruverndarnefnd Borgarfjarðar beinir því til umhverfis- og framkvæmdaráðs að hefja vinnu við gerð hafnarreglugerðar Múlaþings ellegar að hafnarreglugerð fyrir Borgarfjarðarhöfn verði endurskoðuð með tilliti til náttúruverndarsjónarmiða er snúa að dýra- og fuglalífi.

Náttúruverndarnefnd Borgarfjarðar telur nauðsynlegt að þessi mál verði skoðuð í samhengi við farþegasiglingar í Borgarfjarðarhöfn. Mikilvægast er að fyrir liggi reglur varðandi umgengni við Hafnarhólmann og fuglalíf þar í kring. Þar mætti tiltaka hversu nálægt og hversu hratt má sigla í grennd við Hafnarhólma.

Vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs.

Samþykkt samhljóða.

7.Girðingar á Borgarfirði

Málsnúmer 202307013Vakta málsnúmer

Heimastjórn áréttar fyrri bókanir sínar varðandi nauðsyn þess að girða meðfram veginum frá Landsenda að þorpi þar sem ær eru farnar að valda bæði hættu og skemmdum á veginum.

Jafnframt þarf að skoða hvort girða þurfi frá Fjarðarárbrú að næstu hagagirðingu þar sem fé hefur í auknu mæli verið á veginum frá Fjarðarárbrúnni og að pípuhliðinu við Hofströnd.

Formanni heimastjórnar falið að koma á fundi með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna þessa.

Samþykkt samhljóða.

8.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er áætlaður fimmtudaginn 3.ágúst 2023. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 mánudaginn 31.júlí. Erindi skal senda á netfangið jon.thordarson@mulathing.is eða eythor.stefansson@mulathing.is eða bréfleiðis til Hreppsstofu.

Heimastjórn Borgarfjarðar hvetur íbúa og fyrirtækjaeigendur til að huga að umgengni um nærumhverfi sitt og hafa snyrtilegt í kringum sig. Múlaþing er með gám fyrir brotajárn á svæðinu sem tilvalið er að nýta.

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?