Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

127. fundur 03. september 2024 kl. 08:30 - 10:25 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Miðbær á Egilsstöðum, uppbygging

Málsnúmer 202308120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 26.08.2024, varðandi uppbyggingu Miðbæjar á Egilsstöðum. Inn á fundinn tengdust undir þessum lið Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, og Sóley Valdimarsdóttir, verkefnastjóri skipulagsmála Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að farið verði í að kynna verkefnið, Miðbær á Egilsstöðum, og að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um uppbyggingu á tilgreindum lóðum. Sveitarstjóra, ásamt forseta sveitarstjórnar og formanni byggðaráðs, falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir, Hugrún Hjálmarsdóttir og Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:00

3.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045

Málsnúmer 202208083Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 121. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi vinnu við gerð aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 þar sem því er beint til byggðaráðs að hraðað verði vinnu við gerð atvinnustefnu Múlaþings eins og kostur er svo stefnan geti nýst við stefnumótun aðalskipulags. Aðalheiður Borgþórsdóttir, atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, sat fundinn undir þessum lið.

Í vinnslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:40

4.HEF veitur, staða verkefna

Málsnúmer 202211274Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að skipa eftirtalda aðila sem fulltrúa í starfshóp um mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur:
Fulltrúi meirihluta: Jónína Brynjólfsdóttir
Fulltrúi minnihluta: Helgi Hlynur Ásgrímsson
Fulltrúi HEF veitna: Ágústa Björnsdóttir
Aðalsteinn Þórhallsson, framkvæmdastjóri HEF veitna, og Hugrún Hjálmarsdóttir, framkvæmda- og umhverfismálastjóri Múlaþings, munu starfa með hópnum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Gamla ríkið á Seyðisfirði

Málsnúmer 202010547Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun fundar umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 02.09.2024, varðandi endurgerð Gamla ríkisins, Hafnargötu 11 á Seyðisfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir, að tillögu umhverfis- og framkvæmdaráðs, að breyting verði gerð á verkefninu um Gamla ríkið á Seyðisfirði í samræmi við þær hugmyndir sem fengist hafa samþykktar hjá Minjavernd og Ríkissjóði. Húsið verði, í heild, auglýst til sölu til áhugasamra aðila um uppbyggingu þess innan núverandi lóðar. Með verkefninu mun fylgja það fjármagn sem fengist hefur frá ríkinu til endurbyggingar. Framkvæmda- og umhverfismálastjóra Múlaþings falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (aðrar en félagslegar íbúðir)

Málsnúmer 202408200Vakta málsnúmer

Fyrir liggja til afgreiðslu tillögur að uppfærðum reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til breytinga á eigna- og tekjumörkum í Reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignastofnanir og almennar íbúðir (183/2020) Reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir (island.is) samþykkir byggðaráð Múlaþings að þær sömu upphæðir er koma fram í Reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings verði uppfærðar. Skrifstofustjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?