Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

125. fundur 20. ágúst 2024 kl. 08:30 - 10:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi að stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.HEF veitur, staða verkefna

Málsnúmer 202211274Vakta málsnúmer

Til umfjöllunar er mótun eigendastefnu fyrir HEF veitur. Inn á fundinn undir þessum lið kom Aðalsteinn Þórhallsson framkvæmdastjóri HEF veitna.

Í vinnslu.

Gestir

  • Aðalsteinn Þórhallsson - mæting: 08:50

3.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá 49. fundi heimastjórnar Borgarfjarðar varðandi gjaldtöku í Hafnarhólma.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir tillögu heimastjórnar Borgarfjarðar að hafinn verði undirbúningur gjaldtöku í Hafnarhólma og að fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði verði falið að vinna að útfærslu gjaldtökunnar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Erindi vegna skipunar stýrihóps á vegum Umhverfis-, orku-, og loftlagsráðuneytis um breytingar á fyrirkomulagi heilbrigðiseftirlits

Málsnúmer 202407109Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands varðandi skipun stýrihóps á vegum Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins og Matvælaráðuneytisins til að undirbúa áformaðar breytingar á fyrirkomulagi eftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að óska eftir því að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands komi til fundar með byggðaráði þar sem farið verði yfir málið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Fundargerðir stjórnar HEF 2024

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar HEF veitna, dags. 13.08.2024.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum,SSKS 2024

Málsnúmer 202401207Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 13.08.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Beiðni um viðbótarframlag

Málsnúmer 202408061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Héraðsskjalasafni Austfirðinga þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi frá aðildarsveitarfélögunum vegna viðbótarrekstrarkostnaðar á árinu sem ekki var gert ráð fyrir og hins vegar vegna uppsafnaðs hallarekstrar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur sveitarstjóra að taka málið til frekari skoðunar og stefnt verði að því að taka erindið til afgreiðslu á næsta fundi byggðaráðs

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Fræðsluskilti um sögu kvenna á austurlandi, mögulegt samstarf

Málsnúmer 202408068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sambandi austfirskra kvenna varðandi fræðsluskilti um sögu kvenna á Austurlandi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings telur að sú hugmynd er fram kemur í fyrirliggjandi erindi frá Sambandi austfirskra kvenna (SAK) sé áhugaverð og felur atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings að eiga samskipti við SAK varðandi mögulegan framgang málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?