Fara í efni

Heimastjórn Djúpavogs

41. fundur 07. september 2023 kl. 10:00 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir formaður
  • Ingi Ragnarsson aðalmaður
  • Oddný Anna Björnsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra

1.Cittaslow

Málsnúmer 202203219Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum láu tillögur að samfélagslegu gróðurhúsi og samfélagslegum veiðibát/trillu frá Þórdísi Sævarsdóttur.
Tillögunum vísað til samráðshóps um Cittaslow til umfjöllunar.
Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða.

2.Staða verkefna á umhverfis- og framkvæmdasviði

Málsnúmer 202209131Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Deiliskipulag, Djúpivogur, athafnalóðir

Málsnúmer 202109084Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 21.8.2023: "Ráðið fór yfir umsagnirnar og samþykkir að gerðar verði breytingar á tillögunni svo hægt verði að koma fyrir lögn fyrir Búlandstind sem gert er ráð fyrir að liggi áfram yfir í Hundavog. Umsögn MÍ gefur ekki tilefni til að gerðar verði breytingar á tillögunni. Ráðið samþykkir fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir sem fram koma í umsögn Vegagerðarinnar en felur jafnframt skipulagsfulltrúa að funda með Vegagerðinni um málið. Málinu er vísað til afgreiðslu heimastjórnar Djúpavogs."

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir bókun umhverfis og framkvæmdaráðs og staðfestir nýtt deiliskipulag athafnasvæðis við Innri Gleðivík á Djúpavogi. Jafnframt samþykkir heimastjórn fyrirliggjandi drög að umsögn um athugasemdir Vegagerðarinnar

Samþykkt samhljóða.

4.Málefni hafna í Múlaþingi

Málsnúmer 202111134Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 28. ágúst sl. þar sem segir:
"Áríðandi er að komur skemmtiferðaskipa og viðvera ferðamanna af þeim sé í sátt og samlyndi við íbúa áfangastaða skipanna. Því er mikilvægt að gera könnun á viðhorfi íbúa á viðkomustöðum skipanna í Múlaþingi og stýra álaginu af þessum atvinnurekstri þannig að ekki sé gengið yfir þolmörk íbúa og umhverfis."
Heimastjórn hyggst taka málið fyrir á íbúafundi sem stefnt er að síðar í haust þegar samantekt um málið liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

5.Íbúafundur Heimastjórnar Djúpavogs.

Málsnúmer 202202045Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi leggur áherslu á virka upplýsingagjöf og gott samband við íbúa og heldur íbúafundi reglulega. Gert er ráð fyrir að næsti íbúafundur verði haldinn 7. nóvember á Djúpavogi þegar áætlað er að samantekt um starfsemi hafna þ.m.t. skipakomur og annað þeim tengt liggi fyrir. Starfsmanni falið að fylgja málinu eftir og auglýsa fundinn með góðum fyrirvara.

Samþykkt samhljóða.

6.Hundasvæði á Djúpavogi

Málsnúmer 202306179Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá erindi frá Karolinu Bielecka fyrir hönd "Félags hundaeigenda á Djúpavogi" varðandi hundasvæði á Djúpavogi.

Heimastjórn á Djúpavogi felur starfsmanni að fylgja málinu eftir í samráði við fulltrúa hópsins.

Samþykkt samhljóða.

7.Faktorshúsið Djúpavogi

Málsnúmer 202103213Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun byggðaráðs frá 22. ágúst varðandi framtíðaruppbyggingu í Faktorshúsinu.

202103213 - Faktorshúsið Djúpavogi
Fyrir liggur bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 10.08.2023, varðandi erindi um möguleg kaup eða leigu á Faktorshúsi.

Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi það að hugmyndir Goðaborgar ehf. varðandi framtíðarnýtingu Faktorshúss á Djúpavogi eru áhugaverðar. Byggðaráð felur sveitarstjóra ásamt fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi að koma á viðræðum með fulltrúum Goðaborgar ehf. og móta tillögur að útfærslu sem verði lagðar fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Lagt fram til kynningar.

8.Björgunarmiðstöð á Djúpavogi

Málsnúmer 202012171Vakta málsnúmer

Heimastjórnin á Djúpavogi leggur áherslu á að þegar verði hafist handa við undirbúning og hönnunarvinnu vegna nýrrar björgunarmiðstöðvar á Djúpavogi og felur starfsmanni að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

9.Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi.

Málsnúmer 202205010Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs dags. 21. ágúst.

202205010 - Sjálfsafgreiðslustöð N1 á Djúpavogi.
Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur ítrekuð bókun frá heimastjórn Djúpavogs um að tafarlaust verði hafin vinna við breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 með það fyrir augum að eldsneytisafgreiðslu verði fundinn staður fjær íbúðabyggð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur formanni ráðsins að funda með formanni heimastjórnar á Djúpavogi og forsvarsaðilum N1 ehf. varðandi framtíðaráform þeirra á Djúpavogi.

Samþykkt samhljóða.

Lagt fram til kynningar.

10.Deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá eftirfarandi bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs varðandi deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi sem samþykkt var samhljóða 14. ágúst:

"Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að unnið verði deiliskipulag fyrir miðbæ Djúpavogs í ljósi aukinnar umferðar ferðafólks auk annarrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu. Ráðið vísar ábendingunni til frekari umfjöllunar um forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024."

Heimastjórn á Djúpavogi lýsir yfir ánægju sinni með afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdaráðs og er tilbúin til samstarfs um verkefnið þegar þar að kemur.

Samþykkt samhljóða.

11.Snjóhreinsun á Öxi

Málsnúmer 202101012Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi áréttar fyrri bókanir varðandi vetrarþjónustu á Öxi og felur starfsmanni að afla upplýsinga um með hvaða hætti Vegagerðin hyggst standa að snjómokstri á komandi vetri.

Samþykkt samhljóða.

12.Ársfundur náttúruverndarnefnda 2023

Málsnúmer 202307020Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá tölvupóstur dags. 5. júlí 2023 frá Umhverfisstofnun, þar sem fulltrúum náttúruverndarnefnda og starfsmönnum sveitarfélaga er bent á að ársfundur náttúruverndarnefnda, Umhverfisstofnunar og forstöðumanna náttúrustofa verður haldinn á Ísafirði þann 12. október 2023.
Að undirbúningi fundarins koma, auk Umhverfisstofnunar, Samtök íslenskra sveitarfélaga og Samtök náttúrustofa.
Formaður heimastjórnar á Djúpavogi mun líkt og fyrir ári sitja fundinn fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Samþykkt samhljóða.

Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

13.Vogaland 5 Vogshús

Málsnúmer 202101277Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi lýsir yfir vonbrigðum með að framkvæmdir við endurbætur séu ekki hafnar og leggur áherslu á að staðið verði við ákvæði samnings sem gerður var um uppbyggingu og lagfæringar þegar húsið var afhent Ars Longa. Starfsmanni falið að kalla eftir uppfærðri verk- og tímaáætlun frá Ars Longa sem lögð verður fyrir heimastjórn á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

14.Rammasamningur, íbúðarhúsnæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202103138Vakta málsnúmer

Heimastjórn á Djúpavogi gerir alvarlegar athugasemdir við hve seint framkvæmdir og frágangur á lóð í Markarlandi 10a-10e ganga og beinir þeim tilmælum til umhverfis- og framkvæmdaráðs að á fyrirhuguðum fundi með framkvæmdaraðila verði málinu fylgt eftir og lögð áhersla á að framkvæmdir hefjist nú þegar og að þeim ljúki sem fyrst.

Samþykkt samhljóða.

15.Skýrsla fulltrúa sveitarstjóra á Djúpavogi

Málsnúmer 202209244Vakta málsnúmer

Sætún: Framkvæmdum við salernisaðsstöðu í Sætúni er að ljúka mun seinna en ráð var fyrir gert.

Hafnarframkvæmdir: Vinna er hafin við að steypa þekjuna á bryggjunni. Verklok eru áætluð í lok september.

Gangnaseðlar: Gangnaseðlum var dreift til bænda og landeigenda fyrir nokkru.

Tryggvabúð: Búið er að merkja bílastæðin við Tryggvabúð.

Rampar: Römpum hefur verið komið upp við Steinasafn Auðuns, Við Voginn og við Leikskólann Bjarkatún.

Salernisaðstaða við Kjörbúðina: Áfram er unnið að málinu í samráði við forsvarsmenn verslunarinnar og N1.

Ljósleiðari: Unnið er að undirbúningi við lagningu ljósleiðara frá Hamraborg að Kelduskógum. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist fljótlega samhliða lagningu 3ja fasa rafmagns..

Ljós við gangbrautir: Komið hefur verið upp ljósum við gangbrautir við slökkvistöðina og móts við Steinasafn Auðuns.

Leikkastali: Leikkastalinn er kominn á Djúpavog og verður settur upp fljótlega.



16.Fundir Heimastjórnar Djúpavogs

Málsnúmer 202010614Vakta málsnúmer

Næsti reglulegi fundur heimastjórnar á Djúpavogi verður haldinn fimmtudaginn 5. október næstkomandi kl. 10:00. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast starfsmanni heimastjórnar fyrir kl. 15:00 mánudaginn 2. október á netfangið gauti.johannesson@mulathing.is.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?