Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

90. fundur 14. ágúst 2023 kl. 08:30 - 10:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varamaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Deiliskipulag miðbæjar á Djúpavogi

Málsnúmer 202208140Vakta málsnúmer

Á 38. fundi heimastjórnar Djúpavogs var samþykkt að beina því til umhverfis- og framkvæmdaráðs við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2024 verði tryggt fjármagn til gerðar deiliskipulags fyrir miðbæ Djúpavogs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir mikilvægi þess að unnið verði deiliskipulag fyrir miðbæ Djúpavogs í ljósi aukinnar umferðar ferðafólks auk annarrar atvinnuuppbyggingar á svæðinu.
Ráðið vísar ábendingunni til frekari umfjöllunar um forgangsröðun nýrra skipulagsverkefna í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024.

Samþykkt samhljóða.

2.Umsókn um stofnun lóðar, Egilsstaðir, Hamragerði 2

Málsnúmer 202212157Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu vegna stofnunar nýrrar lóðar við Hamragerði 2 lauk 11. júlí síðastliðinn án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu sé lokið og felur skipulagsfulltrúa að stofna lóðina og úthluta til málsaðila.

Samþykkt samhljóða.

3.Umsókn um byggingarleyfi, Miðás 25, 700,

Málsnúmer 202305241Vakta málsnúmer

Grenndarkynningu byggingaráforma við Miðás 25 á Egilsstöðum lauk þann 11. júlí sl. án athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð staðfestir að grenndarkynningu byggingaráforma við Miðás 25 á Egilsstöðum sé lokið án athugasemda.

Samþykkt samhljóða.

4.Umsókn um byggingarleyfi, Kaupvangur 23B, 700,

Málsnúmer 202306175Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Kaupvang 23B (L199459) á Egilsstöðum sem fela í sér byggingu 678 m2 þjónustuhúsnæðis. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi
af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð getur ekki fallist á að bílastæði norðan við fyrirhugaða byggingu verði með þeim hætti sem gert er ráð fyrir á uppdráttum. Ráðið felur skipulagsfulltrúa að koma þeim ábendingum sem fram komu á fundinum á framfæri við málsaðila.
Málið verður tekið fyrir að nýju þegar uppfærð gögn liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða.

5.Byggingaráform, grenndarkynning, Árskógar 34

Málsnúmer 202305137Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Árskóga 34 (L157627) á Egilsstöðum sem fela í sér 34 m2 viðbyggingu við eldra íbúðarhús. Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi
af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Árskóga 30 og Árhvamm 3.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

6.Byggingaráform, grenndarkynning, Sólvellir 3

Málsnúmer 202308021Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur umsókn um byggingaráform við Sólvelli 3 (L157974) á Egilsstöðum sem fela í sér 15 m2 viðbyggingu við eldra íbúðarhús.Áformin eru í samræmi við Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 en ekkert deiliskipulag er í gildi
af svæðinu. Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til grenndarkynningar í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að áformin verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning nái til fasteignaeigenda við Sólvelli 5 og Laugavelli 4.

Samþykkt samhljóða.

7.Líforkuver á Dysnesi

Málsnúmer 202305119Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar minnisblað frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra þar sem kynnt er staða verkefnis við undirbúning líforkuvers í Dysnesi þar sem fyrirhuguð er vinnsla á dýrahræjum og áhættuúrgangi frá afurðastöðvum.
Stærðarhagkvæmnin af innviðauppbyggingunni sem stefnt er að er mikil og því teiknuð upp sú sviðsmynd að mögulega gæti hún tekið við öllu efni landsins af þessu tagi. Á því undirbúningsstigi sem verkefnið er nú statt er mikilvægt að kanna sýn sveitarfélaga til þess að beina dýrahræjum og áhættuvef frá sínum svæðum til vinnslu á Dysnesi, gefið að þar verði komið á fót löglegum og réttum farvegi fyrir umræddan úrgang.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar áformum um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi og tekur jákvætt í þær fyrirætlanir sem kynntar eru í fyrirliggjandi minnisblaði.

Samþykkt samhljóða.

8.Breytingar á sorphirðu í Múlaþingi 2023

Málsnúmer 202307082Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur minnisblað um fyrirkomulag vegna breytinga á sorphirðu sem framundan eru. Jafnframt eru lagðar fram til kynningar tvær skýrslur sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur látið gera í tengslum við verkefnið á landsvísu.
Staðgengill verkefnastjóra umhverfismála sat fundinn undir þessum lið.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir þær breytingar sem lagðar eru til á sorphirðu í Múlaþingi, að undanskildum Borgarfirði eystri þar sem fyrirkomulag verður óbreytt að svo stöddu.

Breytingarnar fela í sér að samræmt verklag verður sett á í dreifbýli og í þéttbýli.
Tíðni tæminga verður á 6 vikna fresti á blönduðum úrgangi, plasti og pappír en lífrænn úrgangur á 2 vikna fresti. Gert er ráð fyrir að á hverju heimili verði þrjár 240 lítra tunnur (blandaður úrgangur, pappír og plast) auk 120 lítra tunnu undir lífrænan úrgang. Íslenska gámafélagið kemur til með að dreifa viðbótar tunnum á heimili í byrjun september og mun nýtt sorphirðudagatal taka gildi eigi síðar en um áramót.
Samhliða fjölgun tunna verða settar upp grenndarstöðvar í þéttbýliskjörnum þar sem skila má gleri, málmum og textíl.

Frekari upplýsingar má finna í bæklingi sem sendur verður á heimili í vikunni og hvetur umhverfis- og framkvæmdaráð öll til að mæta á íbúafundi sem haldnir verða um breytingarnar á Egilsstöðum, Seyðisfirði og Djúpavogi 21. og 22. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir - mæting: 09:25

9.Sorphirða í dreifbýli Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202205072Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram til kynningar ábendingar varðandi sorphirðu sem fram komu á íbúafundum heimastjórnar Fljótsdalshéraðs í vor.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi ábendingum til frekari umræðu í tengslum við fyrirhugað útboð á sorphirðu í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða.

10.Heimreiðar og viðhald þeirra

Málsnúmer 202210021Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að láta gera úttekt á ástandi heimreiða í sveitarfélaginu en ástand þeirra er víða slæmt vegna skorts á viðhaldi og endurbótum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma erindinu á framfæri við Vegagerðina sem og afli upplýsinga um málið. Samkvæmt Vegalögum nr. 80/2007 er viðhald héraðsvega á forræði Vegagerðarinnar. Til héraðsvega teljast "vegir sem liggja að býlum, atvinnustarfsemi, kirkjustöðum, opinberum skólum og öðrum opinberum stofnunum utan þéttbýlis sem ákveðnir eru á staðfestu skipulagi og taldir upp í vegaskrá.“

Samþykkt samhljóða.

11.Vetrarþjónusta í dreifbýli og milli byggðakjarna

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráðs að vinna úr þeim athugasemdum sem fram komu á íbúafundum heimastjórnar varðandi hálkuvarnir og snjóhreinsun.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að óska eftir upplýsingum frá Vegagerðinni varðandi fyrirkomulag snjóhreinsunar og hálkuvarna á komandi vetri.

Samþykkt samhljóða.

12.Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa Múlaþings - 2

Málsnúmer 2306021FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 2. afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Múlaþings - 23

Málsnúmer 2308002FVakta málsnúmer

Fundargerð frá 23. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?