Fara í efni

Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202101300

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 12. fundur - 02.02.2021

Fjölskylduráð samþykkir framlagðar reglur um úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja ráðs og felur starfsmanni að auglýsa næsta umsóknarfrest.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð Múlaþings - 32. fundur - 23.11.2021

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2021.

Alls bárust fjórar umsóknir um styrki en samþykkt var að styrkja þær allar.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Skíðaverkefni,umsækjandi Jóhanna Lilja Jónsdóttir, kr. 350.000
- Landsliðsverkefni í fimleikum, umsækjandi Bjartur Blær Hjaltason, kr. 350.000
- Barnastarf Freyfaxa, umsækjandi Ellen Thamdrup, kr. 250.000
- Urriðavatnssund, umsækjandi Pétur Heimisson, kr. 50.000

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 42. fundur - 05.04.2022

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2022.

Alls bárust átta umsóknir um styrki fyrir samtals 9.309.000 krónur en til úthlutunar var 1.000.000 kr. Samþykkt var að styrkja fimm verkefni.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Vorævintýri í óbyggðum,umsækjandi Náttúruskólinn, kr. 100.000
- Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar, umsækjandi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kr. 300.000
- Sleggjukast,æfingar og keppni, umsækjandi Sverrir Rafn Reynisson, kr. 300.000
- Aðstöðusköpun fyrir Frisbífélag Austurlands á Egilsstöðum, umsækjandi Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir, kr. 200.000
- Pílufélag, umsækjandi Kristján Sigtryggsson, kr. 100.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 56. fundur - 15.11.2022

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2022.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Vorævintýri í óbyggðum - útilegubúnaður fyrir nemendur, umsækjandi Náttúruskólinn, kr. 330.000
- Sleggjukast, æfingar og keppni, umsækjandi Sverrir Rafn Reynisson, kr. 120.000
- Katlan íþróttaskóli, umsækjandi Sunneva Una Pálsdóttir, kr. 300.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 62. fundur - 14.02.2023

Auglýstir verða til umsóknar styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs í Múlaþingi með umsóknarfrest til og með 15. mars 2023.
Múlaþing veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna. Afgreiðsla styrkumsókna mun liggja fyrir í byrjun apríl 2023.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrkja fjölskylduráðs til íþrótta- og tómstundastarfs á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar má jafnframt sækja um á Mínum síðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 66. fundur - 28.03.2023

Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vakti Guðmundur Bj. Hafþórsson athygli á mögulegu vanhæfi og var það samþykkt samhljóða.
Vék hann af fundi undir þessum lið.

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2023.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Pílufélag Múlþings, búnaður, umsækjandi Pílufélag Múlaþings, kr. 200.000
- Tecball borð, umsækjandi Ungmennafélagið Neisti, kr. 150.000
- Skíðagönguspor í Selskógi og á Fjarðarheiði, umsækjandi Skíðagöngudeild Skíðafélagsins í Stafdal, kr. 250.000
- Fjölskyldusirkushelgi í Fellabæ, umsækjandi Ungmennafélagið Þristur, kr. 200.000
- Dansnámskeið fyrir börn og fullorðna á Seyðisfirði, umsækjandi Julia Martin, kr. 200.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 103. fundur - 07.05.2024

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2024.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:

- Náttúruskólinn:Aukum sjálfbærni með reynslunámi barna, umsækjandi Ingibjörg Jónsdóttir, kr. 100.000
- Frisbígolfvöllur í Selskógi, umsækjandi Glúmur Björnsson, kr. 350.000
- Undirbúningur og þátttaka í alþjóðlegum stórmótum í hópfimleikum umsækjandi Hjalti Bergmar Axelsson, kr. 200.000
- Sjónrænt skipulag í fimleikasalnum, umsækjandi Fimleikadeild Hattar, kr.150.000
- Inniaðstaða GFH fyrir Pútt og Vipp, umsækjandi Friðrik Bjartur Magnússon, kr. 200.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?