Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

32. fundur 23. nóvember 2021 kl. 12:30 - 14:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Ruth Magnúsdóttir, skólstjóri Egilsstaðaskóla, og áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt, Hrund Erla Guðmundsdóttir og Helena Rós Einarsdóttir sátu fundinn undir lið 1.

1.Erindi - trúnaðarmál

Málsnúmer 202111146Vakta málsnúmer

Fræðslustjóra og formanni fjölskylduráðs falið að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 202111059Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

3.Reglur íþróttamannvirkja Múlaþings

Málsnúmer 202111142Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð felur íþrótta- og æskulýðsstjóra að taka saman þær reglur sem gilda í íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins og leggja fyrir ráðið.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Tómstundaframlag

Málsnúmer 202010548Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

5.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks

Málsnúmer 202011141Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202101300Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2021.

Alls bárust fjórar umsóknir um styrki en samþykkt var að styrkja þær allar.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Skíðaverkefni,umsækjandi Jóhanna Lilja Jónsdóttir, kr. 350.000
- Landsliðsverkefni í fimleikum, umsækjandi Bjartur Blær Hjaltason, kr. 350.000
- Barnastarf Freyfaxa, umsækjandi Ellen Thamdrup, kr. 250.000
- Urriðavatnssund, umsækjandi Pétur Heimisson, kr. 50.000

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?