Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

42. fundur 05. apríl 2022 kl. 12:30 - 14:40 á Hótel Héraði, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Allir með! - þróunarverkefni Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202106104Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mætti Óttar Steinn Magnússon fyrir hönd framkvæmdastjórnar íþróttafélagsins Hattar. Hann kynnti framvindu verkefnisins Allir með! og svaraði spurningum fjölskylduráðs.

2.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202101300Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2022.

Alls bárust átta umsóknir um styrki fyrir samtals 9.309.000 krónur en til úthlutunar var 1.000.000 kr. Samþykkt var að styrkja fimm verkefni.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Vorævintýri í óbyggðum,umsækjandi Náttúruskólinn, kr. 100.000
- Ævintýra- og náttúruferðir fjölskyldunnar, umsækjandi Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kr. 300.000
- Sleggjukast,æfingar og keppni, umsækjandi Sverrir Rafn Reynisson, kr. 300.000
- Aðstöðusköpun fyrir Frisbífélag Austurlands á Egilsstöðum, umsækjandi Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir, kr. 200.000
- Pílufélag, umsækjandi Kristján Sigtryggsson, kr. 100.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2023

Málsnúmer 202204009Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?