Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

66. fundur 28. mars 2023 kl. 12:30 - 14:37 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir, Júlía Sæmundsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri, félagsmálastjóri

1.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202101300Vakta málsnúmer

Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vakti Guðmundur Bj. Hafþórsson athygli á mögulegu vanhæfi og var það samþykkt samhljóða.
Vék hann af fundi undir þessum lið.

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2023.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Pílufélag Múlþings, búnaður, umsækjandi Pílufélag Múlaþings, kr. 200.000
- Tecball borð, umsækjandi Ungmennafélagið Neisti, kr. 150.000
- Skíðagönguspor í Selskógi og á Fjarðarheiði, umsækjandi Skíðagöngudeild Skíðafélagsins í Stafdal, kr. 250.000
- Fjölskyldusirkushelgi í Fellabæ, umsækjandi Ungmennafélagið Þristur, kr. 200.000
- Dansnámskeið fyrir börn og fullorðna á Seyðisfirði, umsækjandi Julia Martin, kr. 200.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna

Málsnúmer 202303130Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Aðstaða f.dagdvöl og tómstundastarf eldriborgara á Djúpavogi

Málsnúmer 202303056Vakta málsnúmer

Þann 7. mars 2023 barst erindi frá Austurlistanum er varðar tillögu um að sveitarfélagið kaupi húsnæði björgunarsveitarinnar á Djúpavogi undir starfsemi dagdvalar og félagsstarf eldri borgara á Djúpavogi. Erindið var tekið fyrir í sveitarstjórn 16. mars s.l. þar sem því var vísað til afgreiðslu hjá fjölskylduráði.

Fjölskylduráð þakkar fyrir ábendingu Austurlistans og mun taka hana til skoðunar samhliða endurskoðun á þjónustu við eldri borgara á Djúpavogi.

5.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.

Málsnúmer 202303070Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.

Lagt fram til kynningar.

6.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál

Málsnúmer 202303062Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu hefur borist umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál.

Lagt fram til kynningar.

7.Beiðni um styrk til kynnisferðar með flóttamenn

Málsnúmer 202303055Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá rótarýklúbbi Hérðasbúa dagsett 7. mars 2023. Klúbburinn, í samstarfi við starfsmenn félagsþjónustu, Austurbrú, Vinnumálastofnun og Rauða krossinn buðu flóttamönnum á Austurlandi í kynnisferð um fjórðunginn með fararstjórn. Leitar klúbburinn eftir stuðningi frá Múlaþingi um greiðslu kvöldmatar fyrir flóttamennina að upphæð 38.000,- kr.

Fjölskylduráð þakkar rótarýklúbbi Héraðsbúa fyrir vel heppnað framtak sem miðar að inngildingu flóttamanna í samfélagið. Samþykkt er að styrkja ofangreinda kynnisferð um 38.000,- kr. Tekið af lið 9160.

8.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri reifar málefni félagsþjónustu er helst hafa verið í brennidepli á umliðnum vikum.

Fundi slitið - kl. 14:37.

Getum við bætt efni þessarar síðu?