1.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs
2.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra
3.Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna
4.Aðstaða f.dagdvöl og tómstundastarf eldriborgara á Djúpavogi
5.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 126. mál.
6.Umsagnarbeiðni um breytingu á lögum um málefni innflytjenda og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (sameining Vinnumálastofnunar og Fjölmenningarseturs, þjónustustöðvar), 782. mál
7.Beiðni um styrk til kynnisferðar með flóttamenn
8.Skýrsla Félagsmálastjóra
Fundi slitið - kl. 14:37.
Vék hann af fundi undir þessum lið.
Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. mars 2023.
Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
- Pílufélag Múlþings, búnaður, umsækjandi Pílufélag Múlaþings, kr. 200.000
- Tecball borð, umsækjandi Ungmennafélagið Neisti, kr. 150.000
- Skíðagönguspor í Selskógi og á Fjarðarheiði, umsækjandi Skíðagöngudeild Skíðafélagsins í Stafdal, kr. 250.000
- Fjölskyldusirkushelgi í Fellabæ, umsækjandi Ungmennafélagið Þristur, kr. 200.000
- Dansnámskeið fyrir börn og fullorðna á Seyðisfirði, umsækjandi Julia Martin, kr. 200.000
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.