Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

62. fundur 14. febrúar 2023 kl. 12:30 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir og Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri, fræðslustjóri
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Þorbjörg Sandholt, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 7. - 8. Lið. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Guðmunda Vala Jónasdóttir og Ragnhildur Kristjánsdóttir sátu 8. - 13. lið. Ásgrímur Ingi Arngrímsson skólastjóri Brúarásskóla sat 11. Lið. Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri Tjarnaskógar sat 12. lið. Guðmunda Vala Jónasdóttir leiksskólastjóri Hádegishöfða sat 13. lið. 
Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi og Marta Wium Hermansdóttir leikskólafulltrúi sátu liði 7-14.

1.Sumarfrístund í Múlaþingi 2023

Málsnúmer 202301149Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Skíðasvæðið í Stafdal

Málsnúmer 202301163Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs

Málsnúmer 202101300Vakta málsnúmer

Auglýstir verða til umsóknar styrkir til íþrótta- og tómstundastarfs í Múlaþingi með umsóknarfrest til og með 15. mars 2023.
Múlaþing veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna. Afgreiðsla styrkumsókna mun liggja fyrir í byrjun apríl 2023.

Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrkja fjölskylduráðs til íþrótta- og tómstundastarfs á heimasíðu sveitarfélagsins. Þar má jafnframt sækja um á Mínum síðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Styrkbeiðni, Spyrnir 2023

Málsnúmer 202302011Vakta málsnúmer

Fyrir afgreiðslu þessa dagskrárliðar vakti Guðmundur Bj. Hafþórsson athygli á mögulegu vanhæfi og var það samþykkt samhljóða. Vék hann af fundi undir þessum lið.

Fyrir liggur styrkbeiðni, sem barst í tölvupósti 1. febrúar 2023 frá Antoni Helga Loftssyni fyrir hönd Rekstrarfélags Hattar, þar sem óskað er eftir aukafjárveitingu frá sveitarfélaginu Múlaþingi vegna aukins kostnaðar við að halda úti liði Spyrnis.

Fjölskylduráð hafnar erindinu en bendir á að tvisvar á ári auglýsir ráðið eftir umsóknum um íþrótta- og tómstundastyrki.


Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslusamningur, Samtökin 78

Málsnúmer 202302012Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi til þriggja ára við Samtökin 78 varðandi víðtæka fræðslu í Múlaþingi.

Fjölskylduráð fagnar því að samningur sé í höfn og hlakkar til að taka þátt í samstarfinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Reglur um skólaakstur

Málsnúmer 202105148Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að reglum Múlaþings um skólaakstur.

Lagt fram til kynningar.

8.Úttekt á skólamötuneytum Múlaþings

Málsnúmer 202302067Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla á úttekt á skólamötneytum í Múlaþingi sem gerð var haustið 2022.

Lagt fram til kynningar. Fræðslustjóra er falið að koma með tillögur að úrbótum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Reglur sveitarfélagsins Múlaþings um daggæslu barna í heimahúsum

Málsnúmer 202302059Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar reglur sveitarfélagsins Múlaþings um daggæslu barna í heimahúsum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum

Málsnúmer 202208124Vakta málsnúmer

Fyrir liggja uppfærðar reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tilfærsla á starfsdögum vegna námsferðar starfsfólks í leikskólanum í Brúarási

Málsnúmer 202302062Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ásgrími Inga Arngrímssyni, skólastjóra Brúarásskóla, dagsett 9. febrúar 2023. Í erindinu er óskað eftir tilfærslu á starfsdögum vegna námsferðar starfsfólks í leikskólanum í Brúarási. Jafnframt er óskað eftir að stytta skóladag leik- og grunnskólans, 19. apríl, þannig að honum ljúki kl. 12:30.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að færa starfsdag leikskólans frá 27. febrúar til 21. apríl 2023 og að skóladagurinn í Brúarási, 19. apríl, ljúki kl. 12:30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Gjaldfrjálst leyfi í dymbilviku árið 2023

Málsnúmer 202302061Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Sigríði Herdísi Pálsdóttur, leikskólastjóra Tjarnarskógar, fyrir hönd stjórnenda í leikskólum Múlaþings, dagsett 7. febrúar 2023. Í erindinu er óskað eftir að foreldrum verði gefinn kostur á að sækja um gjaldfrjálst leyfi fyrir börn sín í leikskólum í dymbilvikunni 2023.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti að foreldrar geti óskað eftir gjaldfrjálsum leyfum fyrir börnin sín í dymbilvikunni 2023. Sækja þarf um leyfi fyrir 15. mars nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Starfsáætlanir leikskóla 2022 - 2023

Málsnúmer 202211269Vakta málsnúmer

Fyrir liggur starfsáætlun Hádegishöfða, fyrir skólárið 2022-2023. Guðmunda Vala Jónasdóttir, leikskólastjóri Hádegishöfða, fylgdi starfsáætluninni eftir.

Lagt fram til kynningar

14.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla fræðslustjóra.

Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?