Fara í efni

Hammondhátíð

Málsnúmer 202210118

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 64. fundur - 25.10.2022

Fyrir liggja drög að samningi milli Múlaþings og Hammondhátíðar Djúpavogs varðandi tónlistarhátíð á Djúpavogi árin 2023 og 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa fyrirliggjandi drögum að samningi vegna Hammondhátíðar Djúpavogs til heimastjórnar Djúpavogs til umsagnar. Er umsögn heimastjórnar liggur fyrir verður málið tekið til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 31. fundur - 03.11.2022

Heimastjórn á Djúpavogi gerir ekki athugasemdir við drög að samningi um styrk vegna Hammondhátíðar á Djúpavogi sem í gegnum árin hefur fest sig í sessi sem mikilvægur þáttur í menningu staðarins.

Samþykkt samhljóða.

Byggðaráð Múlaþings - 68. fundur - 22.11.2022

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Djúpavogs, dags. 03.11.2022, varðandi samning um styrk vegna Hammondhátíðar á Djúpavogi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að fenginni umsögn heimastjórnar Djúpavogs, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samningi um styrk vegna Hammondhátíðar á Djúpavogi, samþykkir byggðaráð Múlaþings fyrirliggjandi samningsdrög. Verkefnastjóra menningarmála Múlaþings falið að ljúka samningsgerð og sjá til þess að samningur verði virkjaður.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?