Fara í efni

Heimastjórn Borgarfjarðar

58. fundur 03. apríl 2025 kl. 08:00 - 12:00 á skrifstofu sveitarfélagsins, Borgarfirði
Nefndarmenn
  • Eyþór Stefánsson formaður
  • Ólafur Arnar Hallgrímsson aðalmaður
  • Ragna Stefanía Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra
Fundargerð ritaði: Alda Marín Kristinsdóttir fulltrúi sveitarstjóra

1.Líkamsrækt á Borgarfirði

Málsnúmer 202309035Vakta málsnúmer

Óttar Már Kárason formaður UMFB kom inn á fundinn og ræddi fyrirkomulag líkamsræktar á Borgarfirði.
Rætt var um aðgangsstýringu að húsinu og rekstur ræktarinnar. Aðilar voru sammála um að rétt væri að innheimta hóflega leigu af UMFB til að standa undir kostnaði við ræstingar í aðstöðunni.

Starfsmanni falið að ljúka málinu í samstarfi við formann UMFB.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óttar Már Kárason - mæting: 09:15

2.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Starfsmaður heimastjórnar kynnir samningsdrög við Kvasi vegna gjaldtöku í Hafnarhólma og stöðu mála þar.

Undirbúningur er í fullum gangi og gengur vel. Notast verður við innheimtukerfi Checkit og mun gjaldtaka hefjast með vorinu. Heimastjórn fagnar því að nú loksins hyllir undir að þetta mikilvæga málefni verði að veruleika og uppbygging Hafnarhólma sem sjálfbærs áfangastaðar sé tryggð.

Lagt fram til kynningar.

3.Nafngift þéttbýlis Borgarfjarðar

Málsnúmer 202503238Vakta málsnúmer

Fram kemur í 7. tölublaði Hagtíðinda frá 1978 að nafni staðarins sem við búum á hafi verið breytt úr Bakkagerði í Borgarfjörð eystra.

Í upplýsingagrunnum Landmælinga Íslands kemur nafnið Bakkagerði þó enn víða fyrir. Hefur þetta valdið því að ýmist er talað um Borgarfjörð eystra(i) eða Bakkgerði í rituðu og töluðu máli.
Starfsmanni heimastjórnar falið að óska eftir umsögn Örnefnanefndar um mögulega nafnabreytingu þar sem eingöngu verði notast við heitið Borgarfjörður eystra.

Málið í vinnslu.

4.Almenningssamgöngur í Múlaþingi

Málsnúmer 202406020Vakta málsnúmer

Til umræðu var staða almenningssamgangna milli Borgarfjarðar og Egilsstaða en sem kunnugt er sagði Vegagerðin upp samningi við rekstaraðila leiðarinnar, Borgarhöfn, skv. bréfi 4. júní 2024. Uppsögnin tók gildi um síðustu áramót og eru áhrif þeirrar ákvörðunar Vegagerðarinnar þegar komin í ljós.
Inn á fund heimastjórnar kom Valgerður G. Benediktsdóttir, verkefnisstjóri samgönguáætlunar og almenningssamgangna hjá Innviðaráðuneytinu og ræddi þá stöðu sem upp er komin.

Farið var yfir málavöxtu og sammælst um að funda aftur innan tíðar. Starfsmanni falið að vera í sambandi við Innviðaráðuneyti um framhald málsins.

Málið í vinnslu.

Gestir

  • Valgerður G. Benediktsdóttir - mæting: 11:15

5.Jarðhitaleit í Múlaþingi

Málsnúmer 202503271Vakta málsnúmer

Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um aukið orkuöryggi og bætta orkunýtni hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að ráðstafa 1.000 m. kr í sérstakt jarðhitaleitarátak árin 2025-2028, á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Loftslags- og orkusjóði hefur verið falið að hafa umsjón með átakinu.
Sjá nánar: https://uos.is/frettir/jardhiti-jafnar-leikinn

Heimastjórn þakkar Glúmi Björnssyni jarðfræðingi HEF veitna fyrir komuna á fundinn en hann ræddi möguleika á jarðhitaleit á Borgarfirði og umsókn í ofangreint verkefni. Heimastjórn hvetur stjórn HEF veitna og sveitarstjórn til að tryggja að boraðar verði hitastigulsholur til könnunar á jarðhita og um leið tryggja vatnsgæði á Borgarfirði.

Heimastjórn samþykkir að vísa málinu til stjórnar HEF veitna og sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Glúmur Björnsson - mæting: 08:15

6.Fundir Heimastjórnar Borgarfjarðar

Málsnúmer 202010615Vakta málsnúmer

Næsti fundur heimastjórnar Borgarfjarðar er fyrirhugaður fimmtudaginn 8. maí 2025. Erindi fyrir fundinn þurfa að berast fyrir kl. 12:00 föstudaginn 2. maí. Erindi skal senda á netfangið alda.kristinsdottir@mulathing.is eða bréfleiðis til skrifstofu.

Íbúar athugið!
Lundanefnd heimastjórnar áætlar að lundinn mæti í Hólmann á morgun, 4. apríl upp úr kl. 17.30 en tekið verður á móti lundanum með hefðbundnum hætti sumardaginn fyrsta, 24. apríl kl. 20:00.

Heimastjórn stefnir á að halda íbúafund miðvikudaginn 7. maí næstkomandi kl. 17. Nánar auglýst síðar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd