Fara í efni

Nafngift þéttbýlis Borgarfjarðar

Málsnúmer 202503238

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 58. fundur - 03.04.2025

Fram kemur í 7. tölublaði Hagtíðinda frá 1978 að nafni staðarins sem við búum á hafi verið breytt úr Bakkagerði í Borgarfjörð eystra.

Í upplýsingagrunnum Landmælinga Íslands kemur nafnið Bakkagerði þó enn víða fyrir. Hefur þetta valdið því að ýmist er talað um Borgarfjörð eystra(i) eða Bakkgerði í rituðu og töluðu máli.
Starfsmanni heimastjórnar falið að óska eftir umsögn Örnefnanefndar um mögulega nafnabreytingu þar sem eingöngu verði notast við heitið Borgarfjörður eystra.

Málið í vinnslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd