Fara í efni

Jarðhitaleit í Múlaþingi

Málsnúmer 202503271

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Borgarfjarðar - 58. fundur - 03.04.2025

Í ljósi markmiða ríkisstjórnarinnar um aukið orkuöryggi og bætta orkunýtni hefur Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, ákveðið að ráðstafa 1.000 m. kr í sérstakt jarðhitaleitarátak árin 2025-2028, á svæðum þar sem nú er notuð raforka og/eða olía til húshitunar. Loftslags- og orkusjóði hefur verið falið að hafa umsjón með átakinu.
Sjá nánar: https://uos.is/frettir/jardhiti-jafnar-leikinn

Heimastjórn þakkar Glúmi Björnssyni jarðfræðingi HEF veitna fyrir komuna á fundinn en hann ræddi möguleika á jarðhitaleit á Borgarfirði og umsókn í ofangreint verkefni. Heimastjórn hvetur stjórn HEF veitna og sveitarstjórn til að tryggja að boraðar verði hitastigulsholur til könnunar á jarðhita og um leið tryggja vatnsgæði á Borgarfirði.

Heimastjórn samþykkir að vísa málinu til stjórnar HEF veitna og sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Glúmur Björnsson - mæting: 08:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd