Fara í efni

Samningar við íþróttafélög 2025

Málsnúmer 202410155

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 115. fundur - 29.10.2024

Fyrir fundinum liggja styrktarsamningar Múlaþings við íþróttafélög ásamt vinnuskjali.

Til kynningar.

Fjölskylduráð Múlaþings - 120. fundur - 17.12.2024

Fyrir liggja drög að samningum við íþróttafélög í Múlaþingi fyrir árið 2025.
Fjölskylduráð felur starfsmanni að klára samninga til eins árs við eftirfarandi félög í samræmi við umræður á fundinum: Akstursíþróttaklúbbinn Start, Bogfimideild Skotfélags Austurlands, Golfklúbb Fljótsdalshéraðs, Golfklúbb Seyðisfjarðar, Íþróttafélagið Huginn, Íþróttafélagið Hött, Lyftingafélag Austurlands, Skíðafélagið í Stafdal, Ungmennafélagið Neista og Ungmennafélagið Þrist.

Fjölskylduráð hyggst gera reglur vegna samninga við íþróttafélög á næsta ári. Verkefnisstjóra íþrótta- og tómstundamála falið að hefja undirbúning að þeirri vinnu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt með sex atkvæðum, einn situr hjá (ÁMS)

Fulltrúi V-listans (ÁMS) leggur fram eftirfarandi bókun: Ég tel mig ekki geta samþykkt þessa bókun þar sem forsendur fyrir hverri og einni styrkupphæð liggja ekki fyrir. Því sit ég hjá en fagna því að fjölskylduráð og starfsmenn muni brátt hefja vinnu við mótun reglna vegna samninga við íþróttafélög, en Fjölskylduráð ætti að taka samninga við íþróttafélögin fyrir og endurskoða þá gagngert út frá m.a. iðkendafjölda, aldursskiptingu, aðstöðu, kostnaði, umhverfi, framboði ofl.
Getum við bætt efni þessarar síðu?