Fara í efni

Teigarhorn starfsemi 2021

Málsnúmer 202101060

Vakta málsnúmer

Heimastjórn Djúpavogs - 5. fundur - 08.01.2021

Heimastjórn Djúpavogs telur mikilvægt að haldið verði áfram að byggja upp á Teigarhorni og hlúa að svæðinu til framtíðar.
Heimastjórn leggur því til við Byggðarráð að Múlaþing staðfesti áðurgerðan samning Djúpavogshrepps varðandi umsjón og rekstur á Teigarhorni við Umhverfisstofnun og þar með talið rekstur fyrirhugaðrar þjónustumiðstöðvar.

Í framhaldi verði síðan skipaður fulltrúi Múlaþings í ráðgefandi stjórn fólkvangsins á Teigarhorni.
Tekin verði afstaða með hvaða hætti verkefnastjórn á svæðinu verður í framtíðinni og staða landvarðar.

Gestir

  • Andrés Skúlason

Byggðaráð Múlaþings - 8. fundur - 12.01.2021

Fyrir lá afgreiðsla Heimastjórnar Djúpavogs varðandi uppbyggingu á Teigarhorni og framtíðarstefnu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að áður gerður samningur á milli Djúpavogshrepps og Umhverfisstofnunar varðandi umsjón og rekstur Teigarhorns, þar með talið rekstur fyrirhugaðrar þjónustumiðstöðvar, verði staðfestur.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 13. fundur - 07.06.2021

Heimastjórn tilnefnir Kristján Ingimarsson sem fulltrúa Múlaþings í stjórn Teigarhornsfólkvangs.

Heimastjórn Djúpavogs - 20. fundur - 15.11.2021

Heimastjórn Djúpavogs telur afar mikilvægt að framkvæmdir við færslu Þjóðvegar 1 við Teigarhorn komi til framkvæmda sem allra fyrst ásamt endurnýjun á brú á Búlandsá.

Núverandi aðkoma að svæðinu er bæði óviðunandi og hættuleg og stendur í vegi fyrir frekari uppbyggingu á svæðinu.
Óhöpp og slys á þessum kafla eru þó nokkur og umferð gangandi vegfarenda er vaxandi.
Beinir Heimastjórn því til Byggðaráðs að þrýsta á að það fari mun framar á samgönguáætlun en nú er.

Byggðaráð Múlaþings - 39. fundur - 23.11.2021

Fyrir lá bókun heimstjórnar Djúpavogs, dags. 15.11.2021, þar sem því er beint til byggðaráðs að þrýsta á að framkvæmdum við færslu þjóðvegar 1 við Teigarhorn fari framar á samgönguáætlun en nú er.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með heimastjórn Djúpavogs varðandi mikilvægi þess að framkvæmdir við færslu þjóðvegar 1 við Teigarhorn, ásamt endurnýjun á brú á Búlandsá, fari framar á samgönguáætlun. Sveitarstjóra falið að koma þessum áherslum á framfæri við Vegagerðina, ráðherra samgöngumála og þingmenn kjördæmisins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Heimastjórn Djúpavogs - 32. fundur - 08.12.2022

Heimastjórn leggur áherslu á að "Samningur um umsjón og rekstur Fólkvangsins Teigarhorn í Djúpavogshreppi" verði uppfærður og endurnýjaður sem fyrst og felur starfsmanni heimastjórnar að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Heimastjórn Djúpavogs - 33. fundur - 05.01.2023

Á fundi heimastjórnar 8. desember 2022 var starfsmanni falið að vinna að uppfærslu og endurnýjun á samningi um umsjón og rekstur fólkvangsins á Teigarhorni. Fyrir fundinum liggja drög að uppfærðum samningi. Heimastjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög.

Samþykkt samhljóða

Getum við bætt efni þessarar síðu?