Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

149. fundur 01. apríl 2025 kl. 08:00 - 10:20 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði
Við upphaf fundar bar formaður upp tillögu um að setja nýtt mál á dagskrá,"Hækkun veiðigjalda",sem lið 7. Engin gerði athugasemd við tillöguna og telst hún því samþykkt. Uppfærðist röð fundarmála samkvæmt því.

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Sveitastjóri fór yfir málefni tengd fjármálum sveitarfélagsins

2.Reglur um ráðningar hjá Múlaþingi

Málsnúmer 202104037Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að breytingum á Reglum um ráðningar hjá Múlaþingi. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að breytingum á reglum, með þeim breytingum sem voru ræddar á fundinum, um ráðningar hjá Múlaþingi þannig að ákveðnir undirmenn sviðsstjóra hafi ráðningarvald í ákveðnum tilfellum. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:25

3.Aksturssvæði undir Skagafelli í Eyvindarárdal

Málsnúmer 202503164Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að auglýsingu þar sem Múlaþing auglýsir eftir aðila til að reka akstursíþróttasvæði á þegar skipulögðu svæði fyrir akstursíþróttir undir Skagafelli í Eyvindarárdal. Einnig liggja fyrir drög að samningi um málið. Óðinn Gunnar Óðinsson skrifstofustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að auglýsa eftir aðila til að reka aksturíþróttasvæði undir Skagafelli í Eyvindarárdal og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Gestir

  • Óðinn Gunnar Óðinsson - mæting: 08:35

4.Umsókn um lóð, Iðjusel 1

Málsnúmer 202502225Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs 24. mars sl. þar sem lagt er til við byggðaráð að veita björgunarsveitinni Jöklum styrk, að andvirði gatnagerðargjalda, fyrir þeim hluta byggingar sem fyrirhugað er að reisa á lóðinni Iðjusel 1 og mun hýsa þeirra starfsemi.
Í vinnslu.

5.Fjarðarborg, samþykktir

Málsnúmer 202410248Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að nýjum samþykktum fyrir félagsheimilið Fjarðarborg og verðskrá fyrir árið 2025. Samþykktirnar taka mið af reglum frá 2015 og 1975 og er ætlað að skerpa á hlutverki hússins eins og það er nú og hússtjórnar, sem er heimastjórn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samþykktum og verðskrá fyrir Fjarðarborg. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202104294Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að tveimur samningum tengdum Hafnarhólma á Borgarfirði til afgreiðslu hjá byggðaráði. Annars vegar samningur um leigu dúnnytja í Hafnarhólma og hins vegar um leigu á innheimtukerfi vegna gjaldtöku í Hafnarhólma.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi samning um dúnnytjar í Hafnarhólma og tillögu að gjaldtöku í Hafnarhólma. Sveitarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

7.Hækkun veiðigjalda

Málsnúmer 202503025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 28.03.2025 er varðar fyrirhugaða hækkun veiðigjalda og áhrif þeirra á sveitarfélög.

Ályktunin sem kom frá samtökunum er eftirfarandi:
Skortur á skilningi á mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðafestu og stöðugleika
Samtök sjávarútvegssveitarfélaga lýsa yfir eindreginni andstöðu við tillögu ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda enda getur ríkisstjórnin ekki sýnt fram á áhrif hækkunar á sveitarfélög.

Umrædd breyting getur haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir sjávarútvegssveitarfélög sem reiða sig á greinina til atvinnu og tekjuöflunar. Þrátt fyrir þessa óvissu fyrir sveitarfélög hafa engin gögn verið lögð fram um áhrif tillögunnar á landsbyggðina né einstök sveitarfélög sem er með öllu óásættanlegt. Er þetta einnig í andstöðu við 129. gr. sveitarstjórnarlaga sem kveður á um að fara eigi fram sérstakt mat á áhrifum lagabreytinga á fjárhag sveitarfélaga.

Við teljum þessa tillögu bera vott um skort á skilningi á mikilvægi sjávarútvegs fyrir byggðafestu og stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Hækkun veiðigjalda að þessu marki getur ekki aðeins haft mikil áhrif á rekstrarforsendur fyrirtækja og samspil veiða og vinnslu, heldur einnig á fjölda samfélaga vítt og breitt um landið.

Samtökin skora á ríkisstjórnina að staldra við og hefja gagnsætt samtal við hagaðila um sanngjarna og rökstudda nálgun á grundvelli greininga á áhrifum á ekki eingöngu fyrirtæki heldur einnig sjávarútvegssveitarfélög. Í framhaldinu verði lögð fram endurskoðuð tillaga byggð á samtölum og greiningum.

Samtökin gera líka athugasemdir við þann stutta umsagnarfrest sem veittur var, þ.e. 10 dagar, sérstaklega í ljósi þess að engin greiningargögn eru til staðar. Ómögulegt er fyrir sveitarfélög að greina áhrif og halda sveitarstjórnarfundi innan þess tímaramma til að senda inn greinargóða umsögn. Því gera samtökin skýlausa kröfu að umsagnarfrestur verði lengdur til að gefa öllum sveitarfélögum tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir ályktun Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og gagnrýnir skort á samráði varðandi einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalda. Þá er stuttur umsagnarfrestur um málið afar óheppilegur fyrir sveitarfélög sem hafa ekki tíma innan þess ramma sem var gefinn að taka málið fyrir á fundum og vinna gögn til að greina til hlítar þau áhrif sem breytingarnar munu hafa á samfélög innan sveitarfélaga.

Samþykkt með þrem atkvæðum, tveir á móti (HHÁ,ES)

Fyrir hönd L-lista og V-lista lagði Eyþór Stefánsson eftirfarandi bókun:
Fulltrúar L og V - lista í byggðaráði taka undir að frestur til umsagnar um drög að frumvarpi um breytingar á lögum um veiðigjald hefði mátt vera lengri. Þó er það svo að beinir hagsmunir Múlaþings í þessu máli eru litlir þar sem áhrif á þá sjávarútvegsstarfsemi sem eftir er innan sveitarfélagsins eru lítil. Má deila um hvort Múlaþing þyrfti yfir höfuð að skila inn umsögn.
Þar sem stórútgerðin hefur ítrekað rústað sjávarútvegsstarfsemi í sjávarplássum Múlaþings er erfitt að sjá hvata sveitarfélagsins til þess að leggjast gegn því að sama útgerðin greiði sanngjarnt gjald til innviðauppbyggingar landsins. Það hljómar eins og pólitískur forarpyttur.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég sem áheyrnarfulltrúi án atkvæðisréttar í Byggðaráði lýsi því yfir fyrir hönd M-listans að ég styð bókun meirihlutans vegna fyrirhugaðrar hækkunar veiðigjalda.



8.Fundargerðir fagráðs Sláturhússins menningarmiðstöðvar

Málsnúmer 202503199Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð fagráðs Sláturhússins dags. 28.02.2025
Lagt fram til kynningar

9.Fundagerðir stjórnar, Minjasafn Austurland 2025

Málsnúmer 202501236Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundagerð stjórnar Minjasafns Austurlands, dags. 28.03.2025.
Lagt fram til kynningar

10.Fundagerðir stjórnar Tækniminjasafns Austurlands 2025

Málsnúmer 202503227Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundagerð stjórnar Tækniminjasafns Austurlands dags. 11.03.2025
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd