Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

147. fundur 18. mars 2025 kl. 09:00 - 11:25 á skrifstofu sveitarfélagsins, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi að stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2025

Málsnúmer 202501003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitastjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Fjármálastjóra falið að undirbúa viðauka vegna áhrifa nýrra kjarasamninga á fjárhagsáætlun og þeirra fjárfestinga og breytinga á efnahagsliðum sem hafa áhrif á haldbært fé.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ársreikningur Múlaþings 2024

Málsnúmer 202502162Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur ársreikningur Múlaþings 2024 til seinni umræðu í byggðaráði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að vísa ársreikningi Múlaþings 2024 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fiskeldissjóður, umsóknir 2025

Málsnúmer 202411206Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Djúpavogs dags. 06.03.2025 þar sem líst er yfir vonbrigðum með bókun umhverfis-og framkvæmdaráðs frá 17. febrúar sl er varðar fjölda umsókna í Fiskeldissjóð. Óskað er eftir að sótt verði um fimm verkefni hið minnsta á hverju umsóknartímabili.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð þakkar ábendinguna frá heimastjórn Djúpavogs og samþykkir að beina því til sveitarstjóra að rýna ferlið varðandi umsóknir í Fiskeldissjóð.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Leigusamningur á Ósi Borgarfirði eystri

Málsnúmer 202406150Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til samþykktar drög að nýjum leigusamningi um jörðina Ós á Borgarfirði eystri
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir nýjan leigusamning um jörðina Ós á Borgarfirði eystri með þeim breytingum sem Byggðaráð leggur til og felur sveitastjóra að ganga frá nýjum samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Félagsheimili á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 202411218Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun heimastjórnar Fljótsdalshéraðs dags. 06.03.2025 þar sem því er beint til byggðaráðs að fjalla um hlutverk, stöðu og þörf fyrir félagsheimili á Fljótsdalshéraði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð tekur undir bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs frá 17. mars þar sem ákveðið var að fela framkvæmda- og umhverfismálastjóra að vinna greiningu á eignasafni sveitarfélagsins þ.á.m. ástandi og notkun félagsheimila sveitarfélagsins. Að þessari vinnu lokinni verður málið tekið fyrir að nýju.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.HEF veitur, samþykktir

Málsnúmer 202503076Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja tillögur að breytingum á samþykktum HEF veitna ehf.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð, fyrir hönd Múlaþings sem eiganda HEF veitna, samþykkir breytingar á samþykktum HEF veitna ehf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Aðalfundur Lánsjóðs Sveitarfélaga 20.03.2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. sem haldinn verður fimmtudaginn 20. mars 2025 kl. 16:00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri fari með umboð og atkvæði Múlaþings á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Tjaldsvæði í Múlaþingi

Málsnúmer 202108124Vakta málsnúmer

Aðalheiður Borgþórsdóttir atvinnu-og menningarstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu mála er varðar tjaldsvæðið á Seyðisfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samningi vegna reksturs tjaldsvæðis á Seyðisfirði fyrir árið 2025 og felur sviðsstjóra menningar- og atvinnumála að ganga frá samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Sala Hreppstofu á Borgarfirði

Málsnúmer 202412084Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur minnisblað frá staðgengli sveitastjóra á Borgarfirði eystri um framtíð Hreppsstofunnar á Borgarfirði.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að bæta við kvöðum í sölusamning vegna Hreppsstofu á Borgarfirði þannig að kveðið verði á um að kaupandi þurfi að ráðast í endurbætur á húsinu innan ákveðinna tímamarka.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundargerðir stjórnar HEF 2025

Málsnúmer 202501201Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundagerðir stjórnar HEF, dags. 25.02.2025 og 11.03.2025
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerðir Sambands Íslenskrasveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202502016Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundagerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 7., 25., og 28.febrúar 2025.
Lagt fram til kynningar

12.Fundagerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, SSKS 2025

Málsnúmer 202501154Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, dags. 26.02.2025.
Lagt fram til kynningar

13.Endurnýjun samnings vegna Hammondhátíðar

Málsnúmer 202503062Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni frá stjórn Hammondhátíðar á Djúpavogi um endurnýjun samnings vegna Hammondhátíðar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð samþykkir að endurnýja samning við stjórn Hammondhátíðar að upphæð 1000.000 kr og felur verkefnastjóra menningarmála að ganga frá nýjum samningi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Sinfó í sundi, samfélagsgleði

Málsnúmer 202503002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um samstarf frá Sinfóníuhljómsveit Íslands vegna 75 ára afmælis sveitarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð fagnar því að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætli að vera sýnileg um allt land á afmælisári sínu og óskar hljómsveitinni til hamingju með tímamótin. Byggðaráð samþykkir að útvarpa og/eða sjónvarpa eftir því sem við á, tónleikunum Klassíkin okkar í sundlaugum Múlaþings. Byggðaráð felur verkefnastjóra menningarmála og verkefnastjóra íþrótta- og tómstunda að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd