Fara í efni

Sinfó í sundi, samfélagsgleði

Málsnúmer 202503002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 147. fundur - 18.03.2025

Fyrir liggur beiðni um samstarf frá Sinfóníuhljómsveit Íslands vegna 75 ára afmælis sveitarinnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð fagnar því að Sinfóníuhljómsveit Íslands ætli að vera sýnileg um allt land á afmælisári sínu og óskar hljómsveitinni til hamingju með tímamótin. Byggðaráð samþykkir að útvarpa og/eða sjónvarpa eftir því sem við á, tónleikunum Klassíkin okkar í sundlaugum Múlaþings. Byggðaráð felur verkefnastjóra menningarmála og verkefnastjóra íþrótta- og tómstunda að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd