Fara í efni

Sala Hreppstofu á Borgarfirði

Málsnúmer 202412084

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 137. fundur - 17.12.2024

Fyrir liggur minnisblað varðandi Hreppstofuna á Borgarfirði þar sem fram kemur m.a. að taka þurfi ákvörðun um framtíð húsnæðisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að húsnæði Hreppstofunnar á Borgarfirði verði sett í söluferli þar sem stjórnsýsluaðstöðu sveitarfélagsins hefur verið fyrirkomið í Fjarðarborg og notkun þessa húsnæðis í þágu sveitarfélagsins því verið lokið. Framkvæmda- og umhverfismálstjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?