Fara í efni

Reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (aðrar en félagslegar íbúðir)

Málsnúmer 202408200

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 127. fundur - 03.09.2024

Fyrir liggja til afgreiðslu tillögur að uppfærðum reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að teknu tilliti til breytinga á eigna- og tekjumörkum í Reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignastofnanir og almennar íbúðir (183/2020) Reglugerð um stofnframlög ríkis og sveitarfélaga, húsnæðissjálfseignarstofnanir og almennar íbúðir (island.is) samþykkir byggðaráð Múlaþings að þær sömu upphæðir er koma fram í Reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings verði uppfærðar. Skrifstofustjóra falin framkvæmd málsins.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?