Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

121. fundur 25. júní 2024 kl. 08:30 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Hannes Karl Hilmarsson varamaður
  • Jónína Brynjólfsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Reglur um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 18.06.2024, varðandi reglur um stuðningsþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs á fyrirliggjandi breyttum reglum um stuðningsþjónustu og felur félagsmálastjóra að sjá til að þær verði virkjaðar.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Starfsmaður hjá landshlutasamtökum vegna farsældarmála barna

Málsnúmer 202406065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 18.06.2024, varðandi reglur um stuðningsþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með fjölskylduráði og fagnar tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins sem styrkir innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu sem og verkefnið öruggara Austurland og tekur undir að þessi tvö verkefni eigi samleið og því sé hentugt að vinna þau saman.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Reglur um dagdvöl

Málsnúmer 202405120Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 18.06.2024, varðandi reglur um dagdvöl.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir afgreiðslu fjölskylduráðs á fyrirliggjandi breyttum reglum um dagdvöl fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu og felur félagsmálastjóra að sjá til að þær verði virkjaðar.

5.Ósk um fulltrúa í vinnustofu vegna Jafnrétti í sveitarstjórnum

Málsnúmer 202406107Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jafnréttisstofu, dagsettur 30. maí 2024, þar sem óskað er eftir áhugasömum kjörnum fulltrúa til að taka þátt í vinnustofu sem fram fer í haust. Vinnustofan er hluti af verkefninu Jafnrétti í sveitarstjórnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að tilnefna Jónínu Brynjólfsdóttur sem fulltrúa Múlaþings í vinnustofu vegna jafnréttis í sveitarstjórnum. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við Jafnréttisstofu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Fjölskylduráð Múlaþings - 107

Málsnúmer 2406007FVakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?