Fara í efni

Starfsmaður hjá landshlutasamtökum vegna farsældarmála barna

Málsnúmer 202406065

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 107. fundur - 18.06.2024

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 6. júní 2024, frá Dagmar Ýr Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra SSA og Austurbrúar, þar sem reifuð er tillaga mennta- og barnamálaráðuneytisins um að gerðir verði viðaukasamningar við sóknaráætlun hvers landshluta svo landshlutasamtökin geti ráðið til sín verkefnastjóra í tvö ár til að sinna þessum málaflokki heilt yfir fjórðunginn og komið á fót farsældarráðum í hverjum landshluta skv. 5 gr. farsældarlaganna. Óskað er eftir afstöðu Múlaþings til málsins.

Fjölskylduráð fagnar tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins sem styrkir innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu sem og verkefnið öruggara Austurland og tekur undir að þessi tvö verkefni eigi samleið og því sé hentugt að vinna þau saman.

Byggðaráð Múlaþings - 121. fundur - 25.06.2024

Fyrir liggur bókun frá fundi fjölskylduráðs, dags. 18.06.2024, varðandi reglur um stuðningsþjónustu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir með fjölskylduráði og fagnar tillögu mennta- og barnamálaráðuneytisins sem styrkir innleiðingu farsældarlaganna á landsvísu sem og verkefnið öruggara Austurland og tekur undir að þessi tvö verkefni eigi samleið og því sé hentugt að vinna þau saman.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?