Fara í efni

Ósk um fulltrúa í vinnustofu vegna Jafnrétti í sveitarstjórnum

Málsnúmer 202406107

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 121. fundur - 25.06.2024

Fyrir liggur tölvupóstur frá Jafnréttisstofu, dagsettur 30. maí 2024, þar sem óskað er eftir áhugasömum kjörnum fulltrúa til að taka þátt í vinnustofu sem fram fer í haust. Vinnustofan er hluti af verkefninu Jafnrétti í sveitarstjórnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að tilnefna Jónínu Brynjólfsdóttur sem fulltrúa Múlaþings í vinnustofu vegna jafnréttis í sveitarstjórnum. Sveitarstjóra falið að koma afgreiðslu byggðaráðs á framfæri við Jafnréttisstofu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?