Fara í efni

Menningarstefna og aðgerðaráætlun

Málsnúmer 202403115

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 113. fundur - 16.04.2024

Fyrir liggja til afgreiðslu tillögur að Menningarstefnu Múlaþings 2024-2030 auk aðgerðaráætlunar.

Málinu frestað til næsta fundar.


Byggðaráð Múlaþings - 115. fundur - 30.04.2024

Inn á fundinn undir þessum lið kom atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, Aðalheiður Borgþórsdóttir, og gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögum að Menningarstefnu Múlaþings 2024-2030 auk aðgerðaráætlunar.

Í vinnslu.


Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:20

Byggðaráð Múlaþings - 120. fundur - 18.06.2024

Fyrir liggja til afgreiðslu tillögur að Menningarstefnu Múlaþings 2024-2030 auk aðgerðaráætlunar. Inn á fundinn undir þessum lið kom atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings, Aðalheiður Borgþórsdóttir, og gerði grein fyrir fyrirliggjandi tillögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögur að Menningarstefnu Múlaþings 2024-2030 auk aðgerðaráætlunar menningarstefnu, enda verði hún unnin í samræmi við ramma fjárhagsáætlana hverju sinni, og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá til þess að menningarstefnan verði virkjuð.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?