Fara í efni

Fundargerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2023

Málsnúmer 202301207

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 77. fundur - 20.02.2023

Fundargerð 449. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar. Jafnframt er lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2022. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu berast fyrir 1. mars næstkomandi.
Hafnastjóri situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Björn Ingimarsson - mæting: 08:50

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81. fundur - 27.03.2023

Fundargerð 450. fundar Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð tekur undir bókun Hafnasambands Íslands við lið nr. 3 í fyrirliggjandi fundargerð sem er eftirfarandi:
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi felur í sér margar ábendingar sem áður hafa komið fram bæði af hendi sjávarútvegssveitarfélaga sem og fyrirtækja í fiskeldi. Sveitarfélögin hafa haft litla aðkomu að leyfisveitingaferli
frá upphafi. Þá hefur eftirlit með atvinnugreininni verið gagnrýnt þar sem skort hefur á samstarf við sveitarfélögin um slíkt ásamt því að tekjustofn af greininni hefur ekki verið tryggður til samfélaganna þar sem eldið er stundað. Einnig hefur verið óskýrt hvernig á að rukka hafnagjöld af þessari atvinnugrein. Skýrslan endurspeglar og dregur fram hve litla aðkomu sveitarfélögin hafa haft að umgjörð atvinnugreinarinnar, ákvarðanatöku og stefnumótun er varðar hana. Í þeirri vinnu sem framundan er á grundvelli skýrslunnar er nauðsynlegt að sveitarfélögin og hafnasjóðir komi að þeirri vinnu ásamt samtökum þeirra.

Samþykkt með 5 atkvæðum, 1 (ÁMS) sat hjá.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 85. fundur - 22.05.2023

Fundargerðir frá 451. og 452. fundi Hafnasambands Íslands lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 96. fundur - 02.10.2023

Stjórn Hafnasambands Íslands hefur boðað til 11. hafnafundar, sem haldinn verður föstudaginn 20. október nk. Fyrir ráðinu liggur að skipa fulltrúa til þátttöku í fundinum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og sveitarstjóri sitji fund Hafnasambands Íslands fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 97. fundur - 16.10.2023

Fundargerð frá 456. fundi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.
Jafnframt er lögð fram til kynningar samantekt um samstarfsfundi Hafnasambands Íslands og Fiskistofu á undanförnum mánuðum.
Staðgengill hafnarstjóra situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Gauti Jóhannesson, staðgengill hafnarstjóra. - mæting: 10:10

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 102. fundur - 04.12.2023

Fundargerðir frá fundum Hafnasambands Íslands nr. 457 og 458 lagðar fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 106. fundur - 29.01.2024

Fundargerð frá 459. fundi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar.

Hafnarstjóri og staðgengill hafnarstjóra sátu fundinn undir þessum lið.
Getum við bætt efni þessarar síðu?