Fara í efni

Kynning á hringrásarhagkerfinu og lausnum fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202303033

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 80. fundur - 20.03.2023

Starfsmenn frá Íslenska gámafélaginu kynntu breytingu sem varð á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003 síðastliðin áramót ásamt mismunandi útfærslum sem henta í Múlaþingi.
Verkefnastjóri umhverfismála situr fundinn undir þessum lið.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 10:30
  • Elín Ásgeirsdóttir - mæting: 10:30
  • Friðrik Jónsson - mæting: 10:30
  • Birgir Kristjánsson - mæting: 10:30
  • Jón Þórir Frantzson - mæting: 10:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 81. fundur - 27.03.2023

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir mögulegar leiðir til útfærslu á sorphirðu í samræmi við breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir að fela verkefnastjóra umhverfismála að útfæra þá leið sem rædd var á fundinum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 08:30

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 83. fundur - 24.04.2023

Verkefnastjóri umhverfismála kynnir nánari útfærslu á þeirri leið sem rædd var á síðasta fundi ráðsins hvað varðar sorphirðu í samræmi við breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu frá verkefnastjóra umhverfismála og felur henni í samráði við framkvæmda- og umhverfismálastjóra að koma henni til framkvæmdar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 09:20

Heimastjórn Borgarfjarðar - 35. fundur - 04.05.2023

Inn á fund heimastjórnar kom Margrét Ólöf Sveinsdóttir verkefnisstjóri umhverfismála Múlaþings og fór yfir breytingar á lögum um sorphirðu sem tóku gildi síðustu áramót.

Heimastjórn þakkar Margréti upplýsandi kynningu. Heimastjórn mun taka málið fyrir aftur þegar útfærsluatriði liggja fyrir m.a. er snúa að lífrænum úrgangi.

Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Margrét Ólöf Sveinsdóttir - mæting: 09:15
Getum við bætt efni þessarar síðu?