Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings

144. fundur 17. mars 2025 kl. 08:30 - 11:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jónína Brynjólfsdóttir formaður
  • Þórhallur Borgarson varaformaður
  • Björgvin Stefán Pétursson aðalmaður
  • Ásdís Hafrún Benediktsdóttir aðalmaður
  • Eiður Gísli Guðmundsson aðalmaður
  • Þórunn Hrund Óladóttir aðalmaður
  • Pétur Heimisson aðalmaður
  • Benedikt V. Warén áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hugrún Hjálmarsdóttir framkvæmda- og umhverfismálastjóri
  • Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Sóley Valdimarsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála

1.Upplýsingafundur með Landsvirkjun

Málsnúmer 202203090Vakta málsnúmer

Inn á fundinn tengjast starfsmenn Landsvirkjunar og veita upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.

Gestir

  • Sindri Óskarsson - mæting: 08:30
  • Árni Óðinsson - mæting: 08:30

2.Vinnuskóli 2025

Málsnúmer 202503073Vakta málsnúmer

Garðyrkjustjóri kynnir fyrirkomulag og laun í vinnuskólanum á komandi sumri.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins árið 2025.

Vinnuskóli Múlaþings verður starfræktur frá 10. júní til 14. ágúst í sumar og er hann opinn ungmennum sveitarfélagsins sem eru fædd á árunum 2009 til 2012, eða þeim sem eru að ljúka 7. til 10. bekk í vor. Starfsstöðvar vinnuskólans verða fjórar: á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum/Fellabæ og Seyðisfirði.
Vinnuskólinn er ætlaður börnum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða dvelja hjá foreldri sem er þar með lögheimili.
Opnað verður fyrir umsóknir á næstu dögum og frestur til að sækja um rennur út kl. 12 á hádegi þann 11. maí 2025. Ekki verður tekið á móti umsóknum eftir þann tíma.
Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi tímakaup fyrir hvern árgang:
Börn fædd 2012: 815 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 6 vikur
Börn fædd 2011: 1,236 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 7 vikur
Börn fædd 2010: 1.511 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur
Börn fædd 2009: 1.785 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Jón Kristófer Arnarson - mæting: 09:00

3.Fasteignir Múlaþings, viðhaldsáætlun

Málsnúmer 202312202Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála kynnir drög að viðhaldsáætlun ársins 2025.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að viðhaldsáætlun ársins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson - mæting: 09:50

4.Félagsheimilið Arnhólsstaðir

Málsnúmer 202411218Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri framkvæmdamála situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur bókun frá heimastjórn Fljótsdalshéraðs, dags. 6. mars 2025, þar sem því er beint til umhverfis- og framkvæmdaráð að taka til umfjöllunar og stefnumörkunar, framkvæmd og forgagnsröðun viðhalds mannvirkja sveitarfélagsins til að ná jafnvægi milli reglulegs viðhalds og nýframkvæmda.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og umhverfismálastjóra að láta vinna eftirfarandi greiningar á eignasafni sveitarfélagsins:
- Greining á félagslegu húsnæði í eigu sveitarfélagsins og íbúðum sem byggðar hafa verið og stendur til að byggja með stofnframlögum.
- Greining á félagsheimilum sveitarfélagsins, ástandi þeirra og notkun.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Rúnar Matthíasson

5.Deiliskipulagsbreyting, Unalækur, Álfagata 3

Málsnúmer 202501171Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Unalækjar, þar sem lóð við Álfagötu 3 er skipt upp í 2 minni lóðir, var kynnt í Skipulagsgátt frá 11. febrúar með athugasemdafresti til og með 11. mars 2025. Breytingin var jafnframt grenndarkynnt fyrir fasteignaeigendum við Álfagötu 1. Engar athugasemdir bárust.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi skipulagsbreytingu og felur skipulagsfulltrúa að birta auglýsingu þess efnis í B-deild Stjórnartíðinda í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.
Fylgiskjöl:

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir - mæting: 10:55

6.Umsókn um landskipti, Kolás

Málsnúmer 202502179Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús úr landi Heykollsstaða (L157155), sem fær staðfangið Kolás.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

7.Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá, Desjamýri 2

Málsnúmer 202502152Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Tekin er fyrir að nýju umsókn um að skipta upp jörðinni Desjamýri (L157234) í tvo hluta, annars vegar ræktunarland og byggingar og hins vegar afrétt. Heiti nýrrar landeignar verður Desjamýri 2. Jafnframt liggur nú fyrir viljayfirlýsing milli landeiganda og ábúanda þar sem staðfest er að gengið verði frá gagnkvæmum forkaupsrétti milli Desjarmýrar 1 og 2 og að gerður verði leigusamningur um afréttinn.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

8.Ósk um umsögn, umhverfismat, Ofanflóðavarnir á Seyðisfirði, Neðri-Botnar

Málsnúmer 202312086Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi situr fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur umhverfismatsskýrsla ofanflóðavarna á Seyðisfirði, Neðri botnar. Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn sveitarfélagsins á grundvelli 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021. Frestur er til 24. apríl 2025.

Gert er ráð fyrir að skýrslan verði kynnt á íbúafundi á Seyðisfirði á næstu vikum og verður það auglýst nánar þegar nær dregur.
Lagt fram til kynningar.

Í samræmi við 3. gr. viðauka I í samþykkt um stjórn Múlaþings eru það heimastjórnir sem veita umsagnir í tengslum við lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda- og áætlana. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi heimastjórnar Seyðisfjarðar.

Gestir

  • Sigríður Kristjánsdóttir

9.Umsagnarbeiðni um tillögu til þingsályktunar um breytingu á áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál.

Málsnúmer 202503035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis við 101. mál: Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, nr. 24/152. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 20. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Umsagnarbeiðni um 147.mál, Skipulag haf-og strandsvæða og skipulagslög

Málsnúmer 202503095Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umsagnarbeiðni frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis við 147. mál: Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. mars nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd