- Þjónusta
- Mannlíf
- Stjórnsýsla
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Sveitarstjóri
- Sveitarstjórn
- Byggðarráð
- Fjölskylduráð
- Umhverfis- og framkvæmdaráð
- Heimastjórn Borgarfjarðar
- Heimastjórn Djúpavogs
- Heimastjórn Fljótsdalshéraðs
- Heimastjórn Seyðisfjarðar
- Ungmennaráð
- Öldungaráð
- Samráðshópur, málefni fatlaðs fólks
- Yfirkjörstjórn
- Stjórn HEF veitna
- Sameiginlegar nefndir og stjórnir
- Fundadagatal allra nefnda og ráða
- Fundargerðir ráða og nefnda
- Skipurit stjórnsýslunnar
- Reglur, samþykktir og stefnur
- Starfsemin
- Persónuvernd
- Fjármál
- Útgefið efni og auglýsingar
- Byggðarkjarnar
- Sveitarstjórn, ráð og stjórnir
- Mínar síður
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu um fyrirkomulag vinnuskóla sveitarfélagsins árið 2025.
Vinnuskóli Múlaþings verður starfræktur frá 10. júní til 14. ágúst í sumar og er hann opinn ungmennum sveitarfélagsins sem eru fædd á árunum 2009 til 2012, eða þeim sem eru að ljúka 7. til 10. bekk í vor. Starfsstöðvar vinnuskólans verða fjórar: á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum/Fellabæ og Seyðisfirði.
Vinnuskólinn er ætlaður börnum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu eða dvelja hjá foreldri sem er þar með lögheimili.
Opnað verður fyrir umsóknir á næstu dögum og frestur til að sækja um rennur út kl. 12 á hádegi þann 11. maí 2025. Ekki verður tekið á móti umsóknum eftir þann tíma.
Jafnframt samþykkir ráðið eftirfarandi tímakaup fyrir hvern árgang:
Börn fædd 2012: 815 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 6 vikur
Börn fædd 2011: 1,236 kr./klst. 3 klst/dag u.þ.b. 7 vikur
Börn fædd 2010: 1.511 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur
Börn fædd 2009: 1.785 kr./klst. 6 klst/dag u.þ.b. 10 vikur
Samþykkt samhljóða.