Fara í efni

Líforkuver á Dysnesi

Málsnúmer 202305119

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 90. fundur - 14.08.2023

Lagt er fram til kynningar minnisblað frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra þar sem kynnt er staða verkefnis við undirbúning líforkuvers í Dysnesi þar sem fyrirhuguð er vinnsla á dýrahræjum og áhættuúrgangi frá afurðastöðvum.
Stærðarhagkvæmnin af innviðauppbyggingunni sem stefnt er að er mikil og því teiknuð upp sú sviðsmynd að mögulega gæti hún tekið við öllu efni landsins af þessu tagi. Á því undirbúningsstigi sem verkefnið er nú statt er mikilvægt að kanna sýn sveitarfélaga til þess að beina dýrahræjum og áhættuvef frá sínum svæðum til vinnslu á Dysnesi, gefið að þar verði komið á fót löglegum og réttum farvegi fyrir umræddan úrgang.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð fagnar áformum um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi og tekur jákvætt í þær fyrirætlanir sem kynntar eru í fyrirliggjandi minnisblaði.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?