Fara í efni

Samþykkt um fráveitur í Múlaþingi

Málsnúmer 202102250

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 15. fundur - 03.03.2021

Fyrir ráðinu liggur að taka afstöðu til fyrirliggjandi draga að samþykkt um fráveitur í Múlaþingi.

Frestað.

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 16. fundur - 17.03.2021

Fyrir umhverfis- og framkvæmdaráði liggur tillaga að samþykkt um fráveitur í Múlaþingi. Drög að fráveitusamþykkt voru samþykkt á 160. fundi Heilbrigðinefndar Austurlands þann 24.febrúar 2021 og send sveitarstjórn Múlaþings til efnislegrar meðferðar í framhaldi af því, í samræmi við 2. mgr. 59.gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og vísar henni til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 10. fundur - 14.04.2021

Fyrir lá tillaga umhverfis- og framkvæmdaráðs um samþykkt um fráveitur í Múlaþingi. Drög að fráveitusamþykkt voru samþykkt á 160. fundi Heilbrigðisnefndar Austurlands þann 24. febrúar 2021 og send sveitarstjórn Múlaþings til efnislegrar meðferðar í framhaldi af því, í samræmi við 2. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Jódís Skúladóttir,

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn samþykkir að vísa framlagðri samþykkt til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 13. fundur - 09.06.2021

Fyrir lág tillaga um samþykkt um fráveitur í Múlaþingi til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um fráveitur í Múlaþingi og felur sveitarstjóra að sjá til þess að samþykktin verðið virkjuð og kynnt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings - 31. fundur - 15.09.2021

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur staðfest samþykkt um fráveitu í Múlaþingi og tók hún gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda 14. september sl.

Lagt fram til kynningar.
Getum við bætt efni þessarar síðu?